Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar 10. nóvember 2025 13:02 Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins.
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun