Mamma hans trúði honum ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Nikolas Nartey er óvænt kominn í danska landsliðið og það kom honum líka á óvart. Getty/Sven Hoppe Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet) HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet)
HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira