Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2025 07:02 Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar