„Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 09:30 Björn Daníel Sverrisson er tekinn við sem þjálfari Sindra frá Höfn í Hornafirði en liðið spilar í 3. deildinni sem er D-deildin í íslenska boltanum. Vísir/Ívar Fannar Björn Daníel Sverrisson segist hafa lagt mikið á sig til að sannfæra eiginkonuna að flytja á Höfn í Hornafirði, en hún er sjálf ættuð þaðan. Hann er nú orðinn þjálfari fótboltaliðs Sindra þar í bæ. Stefán Árni Pálsson ræddi við hann. Björn Daníel lagði skóna á hilluna á dögunum. Hann lék 262 leiki fyrir FH í efstu deild og skoraði 58 mörk. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hann átta mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni. Á ferlinum lék Björn Daníel einnig með Viking í Noregi, AGF og Vejle í Danmörku. Hann spilaði átta leiki fyrir íslenska landsliðið. Björn var kvaddur með virtum eftir síðasta leikinn sinn með FH í Kaplakrika en hann skrifaði síðan á dögunum undir þriggja ára samning við Sindra. Á síðasta tímabili endaði Sindri í níunda sætinu í þriðju deildinni. Hefur fengið meiri áhuga á seinni árum „Á seinni árum hef ég fengið meiri áhuga á þessu og fékk þetta spennandi tækifæri í þessu flotta félagi í þessu fallega sveitarfélagi,“ sagði Björn Daníel. Eiginkona hans, Lukka Óðinsdóttir, er frá Höfn í Hornafirði en það er þó hann sem þurfti að sannfæra hana um að flytja fjölskylduna þangað. „Ég er búinn að vera mjög spenntur fyrir að flytja þarna og ég hef unnið svona markvisst að því að fá konuna með mér. Þegar þetta kom upp þá fannst mér þetta spennandi,“ sagði Björn. Tókst að sannfæra eiginkonuna „Ég er búinn að fá alltaf skot, síðan bara nánast ég kom þarna fyrst, um hvenær ég myndi koma og spila fyrir Sindra. Þegar maður var að hætta í fótbolta þá var þetta tækifæri til þess að fara inn í þjálfun þarna,“ sagði Björn „Ég gat ekki sagt nei og sem betur fer, eins og ávallt, þá studdi konan mín við það,“ sagði Björn en hverjar eru hans hugmyndir um þjálfun? „Ég hef sagt það, það er alltaf þannig með leikmenn að þeir hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig þeir vilja þjálfa sín lið og þeirra hugmynd er alltaf betri heldur en hjá þjálfaranum sem þeir spila fyrir,“ sagði Björn. Útilokar ekki að taka fram skóna „Ég er bara alveg eins, þannig að ég ætla að prófa það sem ég held að sé gott til þess að þjálfa menn og bæta menn. Svo getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu og þurfi að setja mig í skóna ef við erum búnir að tapa fyrstu tíu leikjunum,“ sagði Björn. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Fótbolti Sveitarfélagið Hornafjörður Sindri Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Björn Daníel lagði skóna á hilluna á dögunum. Hann lék 262 leiki fyrir FH í efstu deild og skoraði 58 mörk. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hann átta mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni. Á ferlinum lék Björn Daníel einnig með Viking í Noregi, AGF og Vejle í Danmörku. Hann spilaði átta leiki fyrir íslenska landsliðið. Björn var kvaddur með virtum eftir síðasta leikinn sinn með FH í Kaplakrika en hann skrifaði síðan á dögunum undir þriggja ára samning við Sindra. Á síðasta tímabili endaði Sindri í níunda sætinu í þriðju deildinni. Hefur fengið meiri áhuga á seinni árum „Á seinni árum hef ég fengið meiri áhuga á þessu og fékk þetta spennandi tækifæri í þessu flotta félagi í þessu fallega sveitarfélagi,“ sagði Björn Daníel. Eiginkona hans, Lukka Óðinsdóttir, er frá Höfn í Hornafirði en það er þó hann sem þurfti að sannfæra hana um að flytja fjölskylduna þangað. „Ég er búinn að vera mjög spenntur fyrir að flytja þarna og ég hef unnið svona markvisst að því að fá konuna með mér. Þegar þetta kom upp þá fannst mér þetta spennandi,“ sagði Björn. Tókst að sannfæra eiginkonuna „Ég er búinn að fá alltaf skot, síðan bara nánast ég kom þarna fyrst, um hvenær ég myndi koma og spila fyrir Sindra. Þegar maður var að hætta í fótbolta þá var þetta tækifæri til þess að fara inn í þjálfun þarna,“ sagði Björn „Ég gat ekki sagt nei og sem betur fer, eins og ávallt, þá studdi konan mín við það,“ sagði Björn en hverjar eru hans hugmyndir um þjálfun? „Ég hef sagt það, það er alltaf þannig með leikmenn að þeir hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig þeir vilja þjálfa sín lið og þeirra hugmynd er alltaf betri heldur en hjá þjálfaranum sem þeir spila fyrir,“ sagði Björn. Útilokar ekki að taka fram skóna „Ég er bara alveg eins, þannig að ég ætla að prófa það sem ég held að sé gott til þess að þjálfa menn og bæta menn. Svo getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu og þurfi að setja mig í skóna ef við erum búnir að tapa fyrstu tíu leikjunum,“ sagði Björn. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Fótbolti Sveitarfélagið Hornafjörður Sindri Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira