Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2025 19:31 Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Sigríður Guðnadóttir Garðabær Leikskólar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun