Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 10:00 Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun