Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:02 Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar