Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar 15. nóvember 2025 08:02 Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Núverandi ríkisstjórn virðist þó ekki vera alveg sammála þessu sjónarmiði. Hún sér landið okkar í gegnum þröngan glugga höfuðborgarinnar. Þetta hefur þær afleiðingar að dregið er sífellt úr þjónustu á landsbyggðinni, fjármunum er frekar beint að þéttbýlinu og reglur settar án þess að spurt sé hvernig þær snerta fólk sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins. Landsbyggðarmat Af þessari ástæðu lagði þingflokkur Framsóknar fram tillögu á Alþingi í liðinni viku um að innleiða svokallað landsbyggðarmat í íslenska stjórnsýslu og lagasetningarferli (e. rural proofing). Hugmyndin er einföld og gengur út á að slíkt mat verði lögbundin og skyldubundin leið við undirbúning frumvarpa, reglugerða og stærri stefnumótunar- og fjárfestingaráætlana ríkisins. Ef áhrif ákvarðana eða verkefna eru neikvæð, þá þarf að huga að því hvernig hægt er að milda þau eða koma með mótvægisaðgerðir. Ef tækifæri felast í breytingunni er spurt hvernig þau verði nýtt. Það gleymist oft að aðstæður á Íslandi eru afar ólíkar milli landshluta og byggðarlaga. Ákvarðanir stjórnvalda verða ávallt að taka mið af því. Þess vegna er mikilvægt að við tökum upp landsbyggðarmat. Aðför að landsbyggðinni í boði ríkisstjórnarinnar Ákvarðanir stjórnvalda sem bitna á landsbyggðinni birtast á ótal sviðum. Við sjáum það t.d. þegar starfsemi heilbrigðisþjónustu er sameinuð með þeim afleiðingum að lengri tíma en áður tekur að fá læknisaðstoð. Við sjáum sambærileg dæmi almennt þegar nýjar reglur eða aðrar kröfur eru skrifaðar út frá forsendum höfuðborgarinnar án þess að tillit sé tekið til raunverulegra aðstæðna í dreifbýli. Ákvarðanir stjórnvalda snerta lífsviðurværi, öryggi og framtíð fólks um allt land. Og þegar þær eru teknar án þess að áhrif á landsbyggðina séu metin, verður niðurstaðan oftar en ekki sú sama: verri þjónusta á landsbyggðinni og færri tækifæri. Skortur á skilningi á ólíkum aðstæðum úti á landi er ekki aðeins kæruleysi heldur felur í sér aðför að landsbyggðinni. Það getur aldrei talist eðlilegt að stjórnvöld geti tekið ákvarðanir sem kunna að veikja lífsgæði fólks utan höfuðborgarinnar án þess að greinargott mat á áhrifum slíkra ákvarðana hafi farið fram. Þetta er ekki ósk um forgang eða sérmeðferð landsbyggðarinnar. Þetta er einfaldlega krafa um ábyrgð og gæði í stjórnsýslu og við lagasetningu. Landsbyggðarmat er eins konar gæðalinsa í opinberri stefnumótun, leið til að sjá heildina og forðast að góð áform hafi óheppilegar aukaverkanir. Fjöldi ríkja hefur tekið slíkt ferli upp með góðum árangri. Í Bretlandi, Finnlandi og Kanada hefur það leitt til betri ákvarðanatöku, aukins jafnræðis og skilvirkari nýtingar fjármuna. Það sama gæti átt við hér ef viljinn er fyrir hendi. Sameiginleg ábyrgð Við eigum ekki að draga línu milli höfuðborgar og landsbyggðar. Við eigum að horfa á okkur sem eina heild, þjóð sem byggir á fjölbreytileika, samstöðu og ótal tækifærum til verðmætasköpunar þvert á landshluta. Þegar landsbyggðin styrkist, styrkist landið allt. Þegar þjónusta og tækifæri eru tryggð á landsbyggðinni, þá vex samfélagið í heild. Við eigum ekki að horfa á byggðir landsins sem keppinauta, heldur sem samstarfsnet sem heldur þjóðinni saman. Þetta snýst ekki um forréttindi heldur jafnræði. Ekki um aukinn kostnað heldur um skynsamari ákvarðanir. Það er miklu dýrara að bæta fyrir skaðann eftir á en að hugsa hlutina vel í upphafi þess vegna er landsbyggðarmat mikilvægt. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Núverandi ríkisstjórn virðist þó ekki vera alveg sammála þessu sjónarmiði. Hún sér landið okkar í gegnum þröngan glugga höfuðborgarinnar. Þetta hefur þær afleiðingar að dregið er sífellt úr þjónustu á landsbyggðinni, fjármunum er frekar beint að þéttbýlinu og reglur settar án þess að spurt sé hvernig þær snerta fólk sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins. Landsbyggðarmat Af þessari ástæðu lagði þingflokkur Framsóknar fram tillögu á Alþingi í liðinni viku um að innleiða svokallað landsbyggðarmat í íslenska stjórnsýslu og lagasetningarferli (e. rural proofing). Hugmyndin er einföld og gengur út á að slíkt mat verði lögbundin og skyldubundin leið við undirbúning frumvarpa, reglugerða og stærri stefnumótunar- og fjárfestingaráætlana ríkisins. Ef áhrif ákvarðana eða verkefna eru neikvæð, þá þarf að huga að því hvernig hægt er að milda þau eða koma með mótvægisaðgerðir. Ef tækifæri felast í breytingunni er spurt hvernig þau verði nýtt. Það gleymist oft að aðstæður á Íslandi eru afar ólíkar milli landshluta og byggðarlaga. Ákvarðanir stjórnvalda verða ávallt að taka mið af því. Þess vegna er mikilvægt að við tökum upp landsbyggðarmat. Aðför að landsbyggðinni í boði ríkisstjórnarinnar Ákvarðanir stjórnvalda sem bitna á landsbyggðinni birtast á ótal sviðum. Við sjáum það t.d. þegar starfsemi heilbrigðisþjónustu er sameinuð með þeim afleiðingum að lengri tíma en áður tekur að fá læknisaðstoð. Við sjáum sambærileg dæmi almennt þegar nýjar reglur eða aðrar kröfur eru skrifaðar út frá forsendum höfuðborgarinnar án þess að tillit sé tekið til raunverulegra aðstæðna í dreifbýli. Ákvarðanir stjórnvalda snerta lífsviðurværi, öryggi og framtíð fólks um allt land. Og þegar þær eru teknar án þess að áhrif á landsbyggðina séu metin, verður niðurstaðan oftar en ekki sú sama: verri þjónusta á landsbyggðinni og færri tækifæri. Skortur á skilningi á ólíkum aðstæðum úti á landi er ekki aðeins kæruleysi heldur felur í sér aðför að landsbyggðinni. Það getur aldrei talist eðlilegt að stjórnvöld geti tekið ákvarðanir sem kunna að veikja lífsgæði fólks utan höfuðborgarinnar án þess að greinargott mat á áhrifum slíkra ákvarðana hafi farið fram. Þetta er ekki ósk um forgang eða sérmeðferð landsbyggðarinnar. Þetta er einfaldlega krafa um ábyrgð og gæði í stjórnsýslu og við lagasetningu. Landsbyggðarmat er eins konar gæðalinsa í opinberri stefnumótun, leið til að sjá heildina og forðast að góð áform hafi óheppilegar aukaverkanir. Fjöldi ríkja hefur tekið slíkt ferli upp með góðum árangri. Í Bretlandi, Finnlandi og Kanada hefur það leitt til betri ákvarðanatöku, aukins jafnræðis og skilvirkari nýtingar fjármuna. Það sama gæti átt við hér ef viljinn er fyrir hendi. Sameiginleg ábyrgð Við eigum ekki að draga línu milli höfuðborgar og landsbyggðar. Við eigum að horfa á okkur sem eina heild, þjóð sem byggir á fjölbreytileika, samstöðu og ótal tækifærum til verðmætasköpunar þvert á landshluta. Þegar landsbyggðin styrkist, styrkist landið allt. Þegar þjónusta og tækifæri eru tryggð á landsbyggðinni, þá vex samfélagið í heild. Við eigum ekki að horfa á byggðir landsins sem keppinauta, heldur sem samstarfsnet sem heldur þjóðinni saman. Þetta snýst ekki um forréttindi heldur jafnræði. Ekki um aukinn kostnað heldur um skynsamari ákvarðanir. Það er miklu dýrara að bæta fyrir skaðann eftir á en að hugsa hlutina vel í upphafi þess vegna er landsbyggðarmat mikilvægt. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun