Fótbolti

FCK-strákarnir tryggðu Ís­landi sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Viktor Bjarki Daðason hefur tekið stór skref á sínum ferli að undanförnu.
Viktor Bjarki Daðason hefur tekið stór skref á sínum ferli að undanförnu. FCK

Ísland vann öruggan 3-0 sigur gegn Andorra í Rúmeníu í dag, í undankeppni EM U19-landsliða karla í fótbolta. Öll mörkin komu frá leikmönnum FC Kaupmannahafnar.

Gunnar Orri Olsen skoraði fyrstu tvö mörkin, á 9. og 41. mínútu og var staðan 2-0 í hálfleik.

Viktor Orri Daðason, sem einhverjir töldu að fengi jafnvel tækifæri með A-landsliðinu í þessum landsleikjaglugga, innsiglaði svo sigurinn með marki á 90. mínútu.

Viktor skoraði einnig í 3-2 tapinu gegn Finnum á miðvikudaginn og hefur því haldið áfram sama formi og með FCK þar sem hann er nýkominn inn í aðalliðið en þegar búinn að leggja upp og skora mörk, þar á meðal gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu.

Ísland á nú aðeins eftir einn leik, gegn heimaliði Rúmeníu á þriðjudaginn. Ef Rúmenía vinnur Finnland í dag á Ísland enn möguleika á efsta sæti riðilsins en þyrfti þá að vinna Rúmena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×