Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 13:10 Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarlandsliðsþjálfari áður en hann tók við AB. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson er á heimleið til Íslands og verður næsti þjálfari FH í Bestu deildinni. Danska knattspyrnufélagið AB hefur nú formlega tilkynnt um brotthvarf hans sem sagt er vera af fjölskylduástæðum. Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar. Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar.
Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira