Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar 17. nóvember 2025 07:16 Fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækið Sýn svaraði grein sem ég ritaði 13. sl. og bar heitið Þröng Sýn með grein daginn eftir undir heitinu Víð Sýn. Í fyrri grein benti ég á að torskilið væri að það kæmi stjórnendum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga samkvæmt orðanna hljóðan og skyldað Sýn til að afhenda sjónvarpsútsendingar til fjarskiptafyrirtækisins Símans til dreifingar. Af lestri svargreinar Sýnar virðist það vera merki um víðsýni félagsins að útiloka keppinauta þess frá því að dreifa útsendingum yfir eigin dreifikerfi þvert á vilja löggjafans. Fyrst verður að gera athugasemd við umfjöllun Sýnar um aðkomu Samkeppniseftirlitsins að málinu. Í svari Sýnar er látið að því liggja að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á sjónarmið Sýnar með frávísun bráðabirgðakröfu Símans til eftirlitsins. Sýn lét þess hins vegar ekki getið sem lesa má í ákvörðun Fjarskiptastofu að Samkeppniseftirlitið vísaði málinu til Fjarskiptastofu þar sem ágreiningur aðila félli undir gildissvið fjölmiðlalaga. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins við málsmeðferð hjá Fjarskiptastofu tók Samkeppniseftirlitið eindregið undir sjónarmið um að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt væru mikilvæg í samkeppnislegu tilliti. Umsögn Fjölmiðlanefndar var á sama veg auk þess sem nefndin lagði áherslu á að valfrelsi neytenda á dreifileiðum við að nálgast sjónvarpsefni yrði ekki skert. Með tilvitnaðri svargrein og fyrri rökstuðningi ýmist á opinberum vettvangi eða við meðferð stjórnsýslumála opinberast Reykás Sýnar. Nýlegt dæmi birtist í ákvörðun Fjarskiptastofu frá 17. október sl. um “Handboltapassann” þar sem Sýn krafðist flutningsréttar á grundvelli 45. gr. fjölmiðlalaga. Hélt Sýn því fram að synjun Símans byggði á „rangri lagatúlkun og [bryti] í bága við skýr markmið laganna.“ Fjarskiptastofa vísaði málinu frá sökum þess Sýn var talið eiga að beina erindinu að HSÍ en ekki Símanum. Gera verður ráð fyrir að Sýn eigi greiða leið að efninu frá HSÍ verði erindi beint þangað. Sérstaka athygli vekur einnig að málið um “Handboltapassann” og beiðni Símans um aðgang sjónvarpsútsendingum Sýnar voru til meðferðar á sama tíma. Hverju sem Sýn vill halda fram um víðsýni liggur fyrir að flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga sem lögfest voru með fjölmiðlalögum á árinu 2011 taka af skarið um skyldu fjölmiðlaveitu til að verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um flutning á sjónvarpsútsendingum á fjarskiptaneti sínu. Hin valkvæða [S]ýn um að lögin séu skýr og afdráttarlaus þegar félagið krefst réttar, en úrelt og óskýr þegar skyldur eru lagðar á það, dregur verulega úr trúverðugleika röksemdafærslu félagsins. Þar við bætist að öll þau stjórnvöld sem fjallað hafa um málið og nefnd eru hér að framan hafna röksemdum um að flutningsréttur vinni gegn samkeppni, nýsköpun og framþróun. Röksemdir Sýnar standast einfaldlega ekki. Regla fjölmiðlalaga um flutningsrétt var lögfest til að bregðast við aðstæðum á íslenskum markaði. Var ákvæðinu ætlað að brjóta upp lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ráða bæði yfir efni og dreifikerfum nýti þá stöðu til að útiloka samkeppni. Sýn er fyrirtæki í þeirri stöðu og verður að sætta sig við að íslensk lög gilda bæði um réttindi og skyldur félagsins. Annað mál er hvort reglan sé skynsamleg, sanngjörn og gæti meðalhófs. Geta verið á því ýmsar skoðanir en vilji löggjafans er ótvíræður. Loks verður ekki hjá því komist að velta því upp þegar litið er til viðbragða Sýnar, sem m.a. hafa komið fram af hálfu forstjóra félagsins, hvort svo geti verið að réttlæting á því verði sem greitt var fyrir sýningarrétt á Enska boltanum hafi verið sú að hægt væri að loka efnið inni á dreifileiðum Sýnar. Höfundur er lögmaður. Vegna athugasemdar Sýnar skal það tekið fram að greinarhöfundur hefur ekki unnið fyrir Símann í þeim málum sem fjallað er um í grein þessari. Höfundur, sem þekkt er, var Símanum til ráðgjafar um árabil sem innri og ytri lögmaður félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækið Sýn svaraði grein sem ég ritaði 13. sl. og bar heitið Þröng Sýn með grein daginn eftir undir heitinu Víð Sýn. Í fyrri grein benti ég á að torskilið væri að það kæmi stjórnendum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga samkvæmt orðanna hljóðan og skyldað Sýn til að afhenda sjónvarpsútsendingar til fjarskiptafyrirtækisins Símans til dreifingar. Af lestri svargreinar Sýnar virðist það vera merki um víðsýni félagsins að útiloka keppinauta þess frá því að dreifa útsendingum yfir eigin dreifikerfi þvert á vilja löggjafans. Fyrst verður að gera athugasemd við umfjöllun Sýnar um aðkomu Samkeppniseftirlitsins að málinu. Í svari Sýnar er látið að því liggja að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á sjónarmið Sýnar með frávísun bráðabirgðakröfu Símans til eftirlitsins. Sýn lét þess hins vegar ekki getið sem lesa má í ákvörðun Fjarskiptastofu að Samkeppniseftirlitið vísaði málinu til Fjarskiptastofu þar sem ágreiningur aðila félli undir gildissvið fjölmiðlalaga. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins við málsmeðferð hjá Fjarskiptastofu tók Samkeppniseftirlitið eindregið undir sjónarmið um að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt væru mikilvæg í samkeppnislegu tilliti. Umsögn Fjölmiðlanefndar var á sama veg auk þess sem nefndin lagði áherslu á að valfrelsi neytenda á dreifileiðum við að nálgast sjónvarpsefni yrði ekki skert. Með tilvitnaðri svargrein og fyrri rökstuðningi ýmist á opinberum vettvangi eða við meðferð stjórnsýslumála opinberast Reykás Sýnar. Nýlegt dæmi birtist í ákvörðun Fjarskiptastofu frá 17. október sl. um “Handboltapassann” þar sem Sýn krafðist flutningsréttar á grundvelli 45. gr. fjölmiðlalaga. Hélt Sýn því fram að synjun Símans byggði á „rangri lagatúlkun og [bryti] í bága við skýr markmið laganna.“ Fjarskiptastofa vísaði málinu frá sökum þess Sýn var talið eiga að beina erindinu að HSÍ en ekki Símanum. Gera verður ráð fyrir að Sýn eigi greiða leið að efninu frá HSÍ verði erindi beint þangað. Sérstaka athygli vekur einnig að málið um “Handboltapassann” og beiðni Símans um aðgang sjónvarpsútsendingum Sýnar voru til meðferðar á sama tíma. Hverju sem Sýn vill halda fram um víðsýni liggur fyrir að flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga sem lögfest voru með fjölmiðlalögum á árinu 2011 taka af skarið um skyldu fjölmiðlaveitu til að verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um flutning á sjónvarpsútsendingum á fjarskiptaneti sínu. Hin valkvæða [S]ýn um að lögin séu skýr og afdráttarlaus þegar félagið krefst réttar, en úrelt og óskýr þegar skyldur eru lagðar á það, dregur verulega úr trúverðugleika röksemdafærslu félagsins. Þar við bætist að öll þau stjórnvöld sem fjallað hafa um málið og nefnd eru hér að framan hafna röksemdum um að flutningsréttur vinni gegn samkeppni, nýsköpun og framþróun. Röksemdir Sýnar standast einfaldlega ekki. Regla fjölmiðlalaga um flutningsrétt var lögfest til að bregðast við aðstæðum á íslenskum markaði. Var ákvæðinu ætlað að brjóta upp lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ráða bæði yfir efni og dreifikerfum nýti þá stöðu til að útiloka samkeppni. Sýn er fyrirtæki í þeirri stöðu og verður að sætta sig við að íslensk lög gilda bæði um réttindi og skyldur félagsins. Annað mál er hvort reglan sé skynsamleg, sanngjörn og gæti meðalhófs. Geta verið á því ýmsar skoðanir en vilji löggjafans er ótvíræður. Loks verður ekki hjá því komist að velta því upp þegar litið er til viðbragða Sýnar, sem m.a. hafa komið fram af hálfu forstjóra félagsins, hvort svo geti verið að réttlæting á því verði sem greitt var fyrir sýningarrétt á Enska boltanum hafi verið sú að hægt væri að loka efnið inni á dreifileiðum Sýnar. Höfundur er lögmaður. Vegna athugasemdar Sýnar skal það tekið fram að greinarhöfundur hefur ekki unnið fyrir Símann í þeim málum sem fjallað er um í grein þessari. Höfundur, sem þekkt er, var Símanum til ráðgjafar um árabil sem innri og ytri lögmaður félagsins.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar