Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. nóvember 2025 09:00 Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun