Reynir aftur við Endurupptökudóm Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2025 15:59 Dr. Matthías G. Pálsson afhendir hér David Beasley, þáverandi framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt við stofnunina árið 2022 þegar hann tók við sem fastafulltrúi Íslands. Stjórnarráðið Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti. Reimar Snæfells Pétursson lögmaður sækir um embætti dómanda og Dr. Matthías G. Pálsson lögfræðingur um embætti varadómanda. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 10. nóvember síðastliðinn. Þar segir jafnframt að umsóknirnar hafi verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar. Fimm dómendur starfa við Endurupptökudóm og fimm varadómendur. Koma úr ólíkum áttum Reimar er einn stofnenda LLG Lögmanna og hefur verið í eigendahópi fyrirtækisins frá upphafi. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands á árunum 2015 til 2018, að því er fram kemur á vef lögmannsstofunnar. Áður var Reimar meðal annars starfandi lögmaður hjá Nestor lögmönnum á árunum 1998-2004, lögfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. á árunum 2005-2007 og lögfræðingur hjá Straumi – Burðarás fjárfestingarbanka hf. frá 2007-2008. Matthías G. Pálsson sótti einnig um stöðu dómanda við Endurupptökudóm árið 2024 en hlaut ekki stöðuna. Hann hefur meðal annars gengt stöðu fastafulltrúa Íslands gagnvart Evrópuráðinu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD) í Róm. Samkvæmt lögum skipar dómsmálaráðherra fimm dómendur í Endurupptökudóm. Þrír af þeim skulu vera embættisdómarar, sem starfa við Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdóm. Þá eru embætti tveggja dómara og jafnmargra varadómenda auglýst og mega þeir ekki vera starfandi eða fyrrverandi dómarar. Skipunartími í dóminn er fimm ár. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti. Reimar Snæfells Pétursson lögmaður sækir um embætti dómanda og Dr. Matthías G. Pálsson lögfræðingur um embætti varadómanda. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 10. nóvember síðastliðinn. Þar segir jafnframt að umsóknirnar hafi verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar. Fimm dómendur starfa við Endurupptökudóm og fimm varadómendur. Koma úr ólíkum áttum Reimar er einn stofnenda LLG Lögmanna og hefur verið í eigendahópi fyrirtækisins frá upphafi. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands á árunum 2015 til 2018, að því er fram kemur á vef lögmannsstofunnar. Áður var Reimar meðal annars starfandi lögmaður hjá Nestor lögmönnum á árunum 1998-2004, lögfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. á árunum 2005-2007 og lögfræðingur hjá Straumi – Burðarás fjárfestingarbanka hf. frá 2007-2008. Matthías G. Pálsson sótti einnig um stöðu dómanda við Endurupptökudóm árið 2024 en hlaut ekki stöðuna. Hann hefur meðal annars gengt stöðu fastafulltrúa Íslands gagnvart Evrópuráðinu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD) í Róm. Samkvæmt lögum skipar dómsmálaráðherra fimm dómendur í Endurupptökudóm. Þrír af þeim skulu vera embættisdómarar, sem starfa við Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdóm. Þá eru embætti tveggja dómara og jafnmargra varadómenda auglýst og mega þeir ekki vera starfandi eða fyrrverandi dómarar. Skipunartími í dóminn er fimm ár.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira