Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. nóvember 2025 20:15 Guðmundur Ingi Kristinsson tekur undir tillögu um hækkun aldurstakmarks á samfélagsmiðlum. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira