Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 06:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, talar í Hvíta húsinu en Donald Trump hlustar. HM-bikarinn var kominn á skrifstofu Trump en sleppur vonandi út aftur. Getty/Win McNamee Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira