Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 10:02 Kolbeinn Kristinsson er klár í slaginn fyrir bardagann í Finnlandi. Vísir/Sigurjón Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, er á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir næsta bardaga sem fram fer í Finnlandi í lok mánaðarins. Stefán Árni Pálsson fór að hitta hann á æfingu fyrir bardagann. Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Box Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira