Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2025 11:05 Alice og Ellen Kessler dönsuðu um allan heim, léku í kvikmyndum, sungu í Eurovision og komu fram í sjónvarpi. Getty Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty
Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira