Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:01 Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar