Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 06:19 Juninho Bacuna og Leandro Bacuna, lansliðsmenn Curacao, fagna sigri í undankeppni HM sem varð söguleg fyrir þessa fámenny þjóð. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Curacao varð í nótt fámennasta þjóð sögunnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu eftir að hafa náð 0-0 jafntefli gegn Jamaíka á lokadegi undankeppni Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF. Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira