„Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2025 14:17 Kristín Dís í baráttunni við Joy Ogochuckwu í fyrri leik Breiðabliks og Fortuna Hjörring. vísir / anton brink Breiðablik er með bakið upp við vegg og þarf að sækja sigur gegn Fortuna Hjörring í dag til að detta ekki úr leik í Evrópubikarnum en leikurinn mun fara fram í drullugum aðstæðum í Danmörku. Breiðablik tapaði fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli 1-0 en átti ágætis leik. Íslandsmeistararnir voru þá að koma úr tæplega mánaðarlöngu leikjahléi eftir að Besta deildin kláraðist. „Í fyrri leiknum heima vorum við að spila í fyrsta skipti í langan tíma og ég held að við höfum fundið svolítið fyrir því. Við vorum ekki alveg að finna taktinn en mér fannst við samt spila ágætlega og við sköpuðum alveg færi til að skora en það bara gekk ekki upp þá. Þannig að við ætlum auðvitað að reyna að skora í kvöld og við þurfum að skora til að detta ekki út“ sagði Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks, í samtali við Vísi. Tvöfalda vörnina á Joy Joy Ogochuckwu skoraði eina mark leiksins í síðustu viku úr skoti við vítateiginn í upphafi seinni hálfleiks. Kristín segir Blikana þurfa að hafa góðar gætur á henni í kvöld. „Já við vissum að hún væri hörkuframherji. Hún er stór og sterk og búin að skora mikið í dönsku deildinni. Mér fannst við svosem hafa góðar gætur á henni í fyrri leiknum, en jú við þurfum að tvöfalda á hana og loka vel á hana.“ View this post on Instagram Stáltakkar í töskunni Spilað verður á náttúrulegu grasi, en ekki gervigrasi eins og Blikakonur eru vanar. Grasið í Danmörku er ekki í besta ásigkomulaginu, enda komið langt fram í nóvember, en Blikarnir pökkuðu stáltakkaskóm í töskurnar á leiðinni út. „Við tókum æfingu í gær og hann er alveg smá þungur, svolítil drulla í honum, en ekkert sem við erum óvanar, við höfum allar spilað hér og þar. En það er auðvitað frekar kalt og búið að rigna mikið, þannig að hann er smá þungur, en völlurinn er eins fyrir bæði lið. Þannig að við bara tökum þessu, réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur. Við erum allar með stáltakka- eða grasskó, þetta verður held ég allt í lagi.“ View this post on Instagram Síðasti leikur ársins Ef Breiðablik nær að snúa einvíginu við kemst liðið áfram í átta liða úrslit Evrópubikarsins, sem verða ekki spiluð fyrr en í febrúar. Þetta er því í rauninni síðasti leikurinn á tímabilinu, og líka síðasti leikur liðsins undir stjórn Nik Chamberlain. „Við munum skilja allt eftir á vellinum. Nik er búinn að gera frábæra hluti fyrir klúbbinn og við viljum enda þetta tímabil vel, fyrir hann og okkur sjálfar.“ Leikur Fortuna Hjörring og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli 1-0 en átti ágætis leik. Íslandsmeistararnir voru þá að koma úr tæplega mánaðarlöngu leikjahléi eftir að Besta deildin kláraðist. „Í fyrri leiknum heima vorum við að spila í fyrsta skipti í langan tíma og ég held að við höfum fundið svolítið fyrir því. Við vorum ekki alveg að finna taktinn en mér fannst við samt spila ágætlega og við sköpuðum alveg færi til að skora en það bara gekk ekki upp þá. Þannig að við ætlum auðvitað að reyna að skora í kvöld og við þurfum að skora til að detta ekki út“ sagði Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks, í samtali við Vísi. Tvöfalda vörnina á Joy Joy Ogochuckwu skoraði eina mark leiksins í síðustu viku úr skoti við vítateiginn í upphafi seinni hálfleiks. Kristín segir Blikana þurfa að hafa góðar gætur á henni í kvöld. „Já við vissum að hún væri hörkuframherji. Hún er stór og sterk og búin að skora mikið í dönsku deildinni. Mér fannst við svosem hafa góðar gætur á henni í fyrri leiknum, en jú við þurfum að tvöfalda á hana og loka vel á hana.“ View this post on Instagram Stáltakkar í töskunni Spilað verður á náttúrulegu grasi, en ekki gervigrasi eins og Blikakonur eru vanar. Grasið í Danmörku er ekki í besta ásigkomulaginu, enda komið langt fram í nóvember, en Blikarnir pökkuðu stáltakkaskóm í töskurnar á leiðinni út. „Við tókum æfingu í gær og hann er alveg smá þungur, svolítil drulla í honum, en ekkert sem við erum óvanar, við höfum allar spilað hér og þar. En það er auðvitað frekar kalt og búið að rigna mikið, þannig að hann er smá þungur, en völlurinn er eins fyrir bæði lið. Þannig að við bara tökum þessu, réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur. Við erum allar með stáltakka- eða grasskó, þetta verður held ég allt í lagi.“ View this post on Instagram Síðasti leikur ársins Ef Breiðablik nær að snúa einvíginu við kemst liðið áfram í átta liða úrslit Evrópubikarsins, sem verða ekki spiluð fyrr en í febrúar. Þetta er því í rauninni síðasti leikurinn á tímabilinu, og líka síðasti leikur liðsins undir stjórn Nik Chamberlain. „Við munum skilja allt eftir á vellinum. Nik er búinn að gera frábæra hluti fyrir klúbbinn og við viljum enda þetta tímabil vel, fyrir hann og okkur sjálfar.“ Leikur Fortuna Hjörring og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira