Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2025 14:33 Í sjónvarpsfréttum RÚV 18. nóvember 2025 var fullyrt að unglingadrykkja hefði „aukist verulega síðustu tvö ár“. Vísað var í niðurstöður nýrrar könnunar Rannsókna og greininga meðal grunnskólanema í 8.–10. bekk, þar sem fram kemur að 22% þeirra hafi einhvern tíma drukkið áfengi og 7% hafi orðið ölvuð (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b). Drykkja meðal ungmenna snertir lýðheilsu, öryggi og félagslega velferð og því skiptir máli að umfjöllun byggist á áreiðanlegum samanburði yfir tíma — ekki aðeins á einstökum mælingum eða túlkun viðmælenda. Ef draga á ályktanir um raunverulega þróun þarf að bera núverandi gögn saman við fyrri rannsóknir og meta hvort breytingar séu marktækar í samhengi við fyrri kynslóðir unglinga. Án slíks samanburðar höfum við aðeins tilfinningu — ekki mynd af þróun. Þessi grein spyr því einfaldlega: Hefur unglingadrykkja mælanlega aukist — eða er verið að túlka einstakar vísbendingar sem merki um að vandinn sé að stigmagnast? Hvað segja gögnin sem RÚV byggir á – og hvað segja þau ekki? Í fréttinni er dregin upp mynd af verulegri aukningu unglingadrykkju um allt land. Sú niðurstaða byggir hins vegar á þremur niðurstöðum skýrslunnar (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b): 1. Viðhorfakönnun meðal stjórnenda félagsmiðstöðva Rúmlega 64% svarenda telja að unglingadrykkja hafi aukist síðustu tvö ár. Þetta eru huglæg viðhorf þeirra sem starfa með unglingum – ekki mæld hegðun eða samanburður við fyrri ár. Upplifun starfsfólks getur verið breytileg milli staða og endurspeglar hvernig þau sjá ungmennin í sínu nærumhverfi, en ekki endilega þróun í samfélaginu í heild. 2. Tölur úr könnun meðal ungmenna – án samanburðar við fyrri ár 22% hafa drukkið áfengi um ævina 7% hafa orðið ölvuð um ævina Þannig er birt mynd af stöðu á einum tímapunkti, en ekki þróun yfir tíma. Án þess að bera niðurstöðurnar saman við fyrri ár vitum við ekki hvort þetta sé aukning. 3. Túlkun einstakra viðmælenda um orsakir Covid, aukið aðgengi að áfengi og minni aðkoma foreldra eru nefnd sem ástæður – án stuðnings gagna. Fullyrðingar sem settar eru fram sem staðreyndir „Unglingadrykkja hefur aukist verulega.“ „Um allt land.“ „Þetta er aftur orðið mikið vandamál.“ Slíkar yfirlýsingar verða að byggjast á heildargögnum fyrir landið allt og helst á sögulegri þróun – ekki einni mælingu. Ef horft er til þess mælikvarða sem hefur verið notaður samfellt frá árinu 1998 – hlutfalls 10. bekkinga sem hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga – þá er hann talinn lykilvísir um virka og reglubundna áfengisneyslu fremur en einstakar mælingar (Rannsóknir og greining, 2018). Gögnin sýna ekki þá aukningu sem haldið er fram Ef litið er til þessarar þróunar hefur ölvun síðustu 30 daga dregist verulega saman síðustu áratugi. Árið 1998 sögðust um 42% 10. bekkinga hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga. Árið 2018 var þetta hlutfall komið niður í um 5%. Samkvæmt nýjustu niðurstöðunum fyrir árin 2023 og 2025 hefur þetta hlutfall haldið áfram að lækka þegar horft er til sveitarfélaga utan Reykjavíkur, úr 5,6% í 3,9% en heildarskýrslan hefur ekki enn verið birt og beiðni um að fá skýrsluna í heild afhenta ekki skilað árangri, enn sem komið er. Því er aðeins hægt að greina sveitarfélög utan Reykjavíkur. Sú greining bendir ekki til mikillar aukningar síðustu ára heldur áframhaldandi samdráttar í neyslu svo framarlega sem að niðurstöður úr Reykjavík séu ekki þeim mun verri (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar horft er til mælingarinnar „ölvun um ævina“ kann mögulega að birtast fréttnæmt efni, þó hún segi ekki beint til um breytingar á neysluhegðun. Í heild segja 11.3% ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina árið 2025 en hlutfallið var 13.9% árið 2023. Hér er því ekki hægt að fullyrða um marktækar breytingar í ógæfuátt þar sem hlutfallið dregst saman og hæpið að líkja því við árið 1998, þegar hlutfall þeirra sem höfðu verið ölvuð síðustu 30 daga var rúmlega 40% (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar þessar niðurstöður eru lagðar saman verður ekki ráðið af fyrirliggjandi gögnum að unglingadrykkja sé í mikilli eða skyndilegri aukningu eins og gefið var í skyn í fréttaflutningi RÚV. Þvert á móti benda mælingar á hegðun til þess að áfengisneysla grunnskólanema sé að minnsta kosti, utan Reykjavíkur, í sögulegu lágmarki og jafnvel að dragast saman. Áður en hægt er að draga ályktanir um heildarmyndina þarf þó að bíða eftir tölum fyrir Reykjavíkurborg, sem hefur mestu áhrifin á heildarniðurstöðurnar. Ef þar kemur í ljós að frétt RÚV sé ekki eins villandi og þessi greining gefur til kynna er það efni í sérstaka frétt um ástandið í Reykjavík. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Heimildir Rannsóknir og greining. (2018). Ungt fólk 2018: Grunnskólanemar 8., 9. og 10. bekkur. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025a). Ungt fólk vorið 2025: Hafnarfjörður. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025b). Ungt fólk vorið 2025: Kópavogur. Rannsóknir og greining. RÚV. (2025a, 18. nóvember). Unglingadrykkja eykst að nýju. Sótt af https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-11-18-unglingadrykkja-eykst-ad-nyju-459213 RÚV. (2025b, 18. nóvember). Unglingadrykkja hafin að nýju [Sjónvarpsfrétt]. RÚV Sjónvarp. Sótt af https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8oi/unglingadrykkja-hafin-ad-nyju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV 18. nóvember 2025 var fullyrt að unglingadrykkja hefði „aukist verulega síðustu tvö ár“. Vísað var í niðurstöður nýrrar könnunar Rannsókna og greininga meðal grunnskólanema í 8.–10. bekk, þar sem fram kemur að 22% þeirra hafi einhvern tíma drukkið áfengi og 7% hafi orðið ölvuð (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b). Drykkja meðal ungmenna snertir lýðheilsu, öryggi og félagslega velferð og því skiptir máli að umfjöllun byggist á áreiðanlegum samanburði yfir tíma — ekki aðeins á einstökum mælingum eða túlkun viðmælenda. Ef draga á ályktanir um raunverulega þróun þarf að bera núverandi gögn saman við fyrri rannsóknir og meta hvort breytingar séu marktækar í samhengi við fyrri kynslóðir unglinga. Án slíks samanburðar höfum við aðeins tilfinningu — ekki mynd af þróun. Þessi grein spyr því einfaldlega: Hefur unglingadrykkja mælanlega aukist — eða er verið að túlka einstakar vísbendingar sem merki um að vandinn sé að stigmagnast? Hvað segja gögnin sem RÚV byggir á – og hvað segja þau ekki? Í fréttinni er dregin upp mynd af verulegri aukningu unglingadrykkju um allt land. Sú niðurstaða byggir hins vegar á þremur niðurstöðum skýrslunnar (RÚV, 2025a; RÚV, 2025b): 1. Viðhorfakönnun meðal stjórnenda félagsmiðstöðva Rúmlega 64% svarenda telja að unglingadrykkja hafi aukist síðustu tvö ár. Þetta eru huglæg viðhorf þeirra sem starfa með unglingum – ekki mæld hegðun eða samanburður við fyrri ár. Upplifun starfsfólks getur verið breytileg milli staða og endurspeglar hvernig þau sjá ungmennin í sínu nærumhverfi, en ekki endilega þróun í samfélaginu í heild. 2. Tölur úr könnun meðal ungmenna – án samanburðar við fyrri ár 22% hafa drukkið áfengi um ævina 7% hafa orðið ölvuð um ævina Þannig er birt mynd af stöðu á einum tímapunkti, en ekki þróun yfir tíma. Án þess að bera niðurstöðurnar saman við fyrri ár vitum við ekki hvort þetta sé aukning. 3. Túlkun einstakra viðmælenda um orsakir Covid, aukið aðgengi að áfengi og minni aðkoma foreldra eru nefnd sem ástæður – án stuðnings gagna. Fullyrðingar sem settar eru fram sem staðreyndir „Unglingadrykkja hefur aukist verulega.“ „Um allt land.“ „Þetta er aftur orðið mikið vandamál.“ Slíkar yfirlýsingar verða að byggjast á heildargögnum fyrir landið allt og helst á sögulegri þróun – ekki einni mælingu. Ef horft er til þess mælikvarða sem hefur verið notaður samfellt frá árinu 1998 – hlutfalls 10. bekkinga sem hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga – þá er hann talinn lykilvísir um virka og reglubundna áfengisneyslu fremur en einstakar mælingar (Rannsóknir og greining, 2018). Gögnin sýna ekki þá aukningu sem haldið er fram Ef litið er til þessarar þróunar hefur ölvun síðustu 30 daga dregist verulega saman síðustu áratugi. Árið 1998 sögðust um 42% 10. bekkinga hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga. Árið 2018 var þetta hlutfall komið niður í um 5%. Samkvæmt nýjustu niðurstöðunum fyrir árin 2023 og 2025 hefur þetta hlutfall haldið áfram að lækka þegar horft er til sveitarfélaga utan Reykjavíkur, úr 5,6% í 3,9% en heildarskýrslan hefur ekki enn verið birt og beiðni um að fá skýrsluna í heild afhenta ekki skilað árangri, enn sem komið er. Því er aðeins hægt að greina sveitarfélög utan Reykjavíkur. Sú greining bendir ekki til mikillar aukningar síðustu ára heldur áframhaldandi samdráttar í neyslu svo framarlega sem að niðurstöður úr Reykjavík séu ekki þeim mun verri (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar horft er til mælingarinnar „ölvun um ævina“ kann mögulega að birtast fréttnæmt efni, þó hún segi ekki beint til um breytingar á neysluhegðun. Í heild segja 11.3% ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina árið 2025 en hlutfallið var 13.9% árið 2023. Hér er því ekki hægt að fullyrða um marktækar breytingar í ógæfuátt þar sem hlutfallið dregst saman og hæpið að líkja því við árið 1998, þegar hlutfall þeirra sem höfðu verið ölvuð síðustu 30 daga var rúmlega 40% (Rannsóknir og greining, 2025a; Rannsóknir og greining, 2025b). Þegar þessar niðurstöður eru lagðar saman verður ekki ráðið af fyrirliggjandi gögnum að unglingadrykkja sé í mikilli eða skyndilegri aukningu eins og gefið var í skyn í fréttaflutningi RÚV. Þvert á móti benda mælingar á hegðun til þess að áfengisneysla grunnskólanema sé að minnsta kosti, utan Reykjavíkur, í sögulegu lágmarki og jafnvel að dragast saman. Áður en hægt er að draga ályktanir um heildarmyndina þarf þó að bíða eftir tölum fyrir Reykjavíkurborg, sem hefur mestu áhrifin á heildarniðurstöðurnar. Ef þar kemur í ljós að frétt RÚV sé ekki eins villandi og þessi greining gefur til kynna er það efni í sérstaka frétt um ástandið í Reykjavík. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Heimildir Rannsóknir og greining. (2018). Ungt fólk 2018: Grunnskólanemar 8., 9. og 10. bekkur. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025a). Ungt fólk vorið 2025: Hafnarfjörður. Rannsóknir og greining. Rannsóknir og greining. (2025b). Ungt fólk vorið 2025: Kópavogur. Rannsóknir og greining. RÚV. (2025a, 18. nóvember). Unglingadrykkja eykst að nýju. Sótt af https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-11-18-unglingadrykkja-eykst-ad-nyju-459213 RÚV. (2025b, 18. nóvember). Unglingadrykkja hafin að nýju [Sjónvarpsfrétt]. RÚV Sjónvarp. Sótt af https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8oi/unglingadrykkja-hafin-ad-nyju
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun