Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 23:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent