Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2025 06:32 Samgöngustjóri bendir á að síðustu ár hafi orðið miklar tækniframfarir og fjöldi fyrirtækja á markaði sem sinni slíku eftirliti. Ekki sé ástæða fyrir Bílastæðasjóð að sinna þessum verkefnum áfram. Vísir/Vilhelm Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. Samningarnir sem um ræðir eiga við bílastæði sem eru við Landspítalann, bæði við Eiríksgötu og í Fossvogi, við Háskólann í Reykjavík við Menntaveg og við Borgartún 8 til 16 og Katrínartúni 2. Fjallað var um tillögu samgöngustjóra á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag. Í tillögunni segir að frá árinu 2006 hafi Bílastæðasjóður verið með eftirlit með gjaldskyldum svæðum innan lóða við stofnanir og fyrirtæki á gjaldsvæði 4. Ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að sinna þessu verkefni Bílastæðasjóður hafi lengi vel verið eini aðilinn sem gat sinnt þessari þjónustu en síðustu ár hafi orðið tækniframfarir í eftirliti með lagningu bifreiða inni á lóðum með til dæmis myndavélaeftirliti. Þá séu fjölmargir einkaaðilar komnir inn á markaðinn og því sé ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að bjóða upp á þessa þjónustu á samkeppnismarkaði. Þá segir í tillögunni að svæðum innan lóða sem Bílastæðasjóður hafi eftirlit með hafi fækkað að undanförnu þar sem lóðarhafar hafi sagt upp sambærilegum samningum og leitað til einkaðila, nú síðast Háskóla Íslands. Fram kemur í tillögunni að samningar vegna eftirlits á gjaldsvæði 4 séu uppsegjanlegir af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara og að það sé samningsatriði hvenær Reykjavíkurborg hættir þjónustunni. Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins segir í bókun við fundargerð að eðlilegt sé að Bílastæðasjóður einbeiti sér að því að reka og sinna eftirliti með þeim bílastæðum sem eru í borgarlandi fremur en að taka að sér slík verkefni fyrir einkaaðila. „Fulltrúar samstarfsflokkanna hvetja þó eindregið til að eigendur stæðanna sjái til þess að aðgengi að þeim sé gott, einkum og sér í lagi fyrir þau sem eru hreyfihömluð. Við beinum því til þessara eigenda að meðalhófs verði gætt við innheimtu,“ segir í bókuninni. Fulltrúi Viðreisnar fagnaði breytingunni í bókun sinni, að borgin stígi út af samkeppnismarkaði þegar það kemur að lóðum annarra í borgarlandinu og tók undir með meirihlutanum að hann vonaði að rekstraraðilar sem hafi nýtt þjónustuna finni farsæla lausn með þeim fjölda aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu í dag. Bílastæði Reykjavík Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Samningarnir sem um ræðir eiga við bílastæði sem eru við Landspítalann, bæði við Eiríksgötu og í Fossvogi, við Háskólann í Reykjavík við Menntaveg og við Borgartún 8 til 16 og Katrínartúni 2. Fjallað var um tillögu samgöngustjóra á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag. Í tillögunni segir að frá árinu 2006 hafi Bílastæðasjóður verið með eftirlit með gjaldskyldum svæðum innan lóða við stofnanir og fyrirtæki á gjaldsvæði 4. Ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að sinna þessu verkefni Bílastæðasjóður hafi lengi vel verið eini aðilinn sem gat sinnt þessari þjónustu en síðustu ár hafi orðið tækniframfarir í eftirliti með lagningu bifreiða inni á lóðum með til dæmis myndavélaeftirliti. Þá séu fjölmargir einkaaðilar komnir inn á markaðinn og því sé ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að bjóða upp á þessa þjónustu á samkeppnismarkaði. Þá segir í tillögunni að svæðum innan lóða sem Bílastæðasjóður hafi eftirlit með hafi fækkað að undanförnu þar sem lóðarhafar hafi sagt upp sambærilegum samningum og leitað til einkaðila, nú síðast Háskóla Íslands. Fram kemur í tillögunni að samningar vegna eftirlits á gjaldsvæði 4 séu uppsegjanlegir af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara og að það sé samningsatriði hvenær Reykjavíkurborg hættir þjónustunni. Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins segir í bókun við fundargerð að eðlilegt sé að Bílastæðasjóður einbeiti sér að því að reka og sinna eftirliti með þeim bílastæðum sem eru í borgarlandi fremur en að taka að sér slík verkefni fyrir einkaaðila. „Fulltrúar samstarfsflokkanna hvetja þó eindregið til að eigendur stæðanna sjái til þess að aðgengi að þeim sé gott, einkum og sér í lagi fyrir þau sem eru hreyfihömluð. Við beinum því til þessara eigenda að meðalhófs verði gætt við innheimtu,“ segir í bókuninni. Fulltrúi Viðreisnar fagnaði breytingunni í bókun sinni, að borgin stígi út af samkeppnismarkaði þegar það kemur að lóðum annarra í borgarlandinu og tók undir með meirihlutanum að hann vonaði að rekstraraðilar sem hafi nýtt þjónustuna finni farsæla lausn með þeim fjölda aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu í dag.
Bílastæði Reykjavík Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira