Vill svara ESB með tollahækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 12:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Anton Brink Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. „Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar. Að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, þar sem hann ræddi verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem bitna einnig á Íslendingum og Norðmönnum. Sigurður Ingi spurði Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra, hvort til greina komi, í ljósi stöðunnar, að hækka tolla á innflutt matvæli frá aðildarríkjum sambandsins til þess að vernda innlenda framleiðslu „Með sama hætti og Evrópusambandið verndar sitt járnblendi,“ sagði Sigurður. Fjármálaráðherra sagði enga vestræna þjóð eiga eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi boðaði þingsályktunartillögu Framsóknarmanna, nokkurs konar tollastríð, sem lítur að því að hækka tolla á matvæli en lækka á móti virðisaukaskatt tímabundið til að draga úr verðhækkunum sem gætu fylgt slíkum tollum. Daði Már sagðist ósammála þeirri nálgun. „Varðandi bix með tolla og skatta til að hækka verð og lækka verð, að þá er það „pissa í skóinn“ hagfræði sem ég kann ekki að meta.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar. Að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, þar sem hann ræddi verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem bitna einnig á Íslendingum og Norðmönnum. Sigurður Ingi spurði Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra, hvort til greina komi, í ljósi stöðunnar, að hækka tolla á innflutt matvæli frá aðildarríkjum sambandsins til þess að vernda innlenda framleiðslu „Með sama hætti og Evrópusambandið verndar sitt járnblendi,“ sagði Sigurður. Fjármálaráðherra sagði enga vestræna þjóð eiga eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi boðaði þingsályktunartillögu Framsóknarmanna, nokkurs konar tollastríð, sem lítur að því að hækka tolla á matvæli en lækka á móti virðisaukaskatt tímabundið til að draga úr verðhækkunum sem gætu fylgt slíkum tollum. Daði Már sagðist ósammála þeirri nálgun. „Varðandi bix með tolla og skatta til að hækka verð og lækka verð, að þá er það „pissa í skóinn“ hagfræði sem ég kann ekki að meta.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira