Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2025 09:04 Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, á COP30-ráðstefnunni. Fulltrúar hans fjarlægðu vísanir í jarðefnaeldsneyti úr drögum að ályktun ráðstefnunnar vegna þrýstings olíuríkja. Vísir/EPA Ágreiningur ríkir nú um orðalag lokaályktunar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu þar sem svo virðist að hvergi verði minnst á nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Tæplega þrjátíu ríki mótmæltu áformum gestgjafanna harðlega í gærkvöldi, Ísland þeirra á meðal. COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu á að ljúka í dag. Allar líkur eru þó taldar á að samningaviðræður ríkja dragist á langinn inn í helgina en slíkt er alsiða á ráðstefnum sem þessum. Allt fór í bál og brand í gær eftir brasilískir gestgjafar ráðstefnunnar höfðu uppi áform um að leggja fram drög að ályktun þar sem búið var að fjarlægja allar vísanir í bruna á jarðefnaeldsneyti en hann er meginorsök þeirra loftslagsbreytinga sem er viðfangsefni ráðstefnunnar. Ekki bætti úr skák að eldur braust út á ráðstefnustaðnum og þurftu sendinefndir að hafa sig burt í flýti. Að minnsta kosti 29 ríki skrifuðu undir harðort bréf til Brasilíumannanna þar sem þau kröfðust þess að í lokaályktuninni væri vegvísir að orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti. Breska blaðið The Guardian segir að Ísland hafi verið á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Vegvísirnir umdeildi byggir á ákvörðun sem var tekin á COP28-ráðstefnunni í Dúbaí árið 2023 þar sem öll ríki hétu því í fyrsta skipti að skipta út jarðefnaeldsneyti. Engin tímalína var þó ákveðin og ekki heldur leiðir að markmiðinu. Markmiðin enn of veikburða Fleiri mál eru óútkljáð á ráðstefnunni, þar á meðal sú staðreynd að markmið aðildarríkja Parísarsamningsins eru enn of veikburða til þess að hægt verði að ná markmiði hans um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Enn er heldur engin niðurstaða um hvernig iðnríki, sem bera nær alla ábyrgðina á núverandi og komandi loftslagsbreytingum, ætla að aðstoða þróunarríki að aðlagast hlýnandi heimi. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu á að ljúka í dag. Allar líkur eru þó taldar á að samningaviðræður ríkja dragist á langinn inn í helgina en slíkt er alsiða á ráðstefnum sem þessum. Allt fór í bál og brand í gær eftir brasilískir gestgjafar ráðstefnunnar höfðu uppi áform um að leggja fram drög að ályktun þar sem búið var að fjarlægja allar vísanir í bruna á jarðefnaeldsneyti en hann er meginorsök þeirra loftslagsbreytinga sem er viðfangsefni ráðstefnunnar. Ekki bætti úr skák að eldur braust út á ráðstefnustaðnum og þurftu sendinefndir að hafa sig burt í flýti. Að minnsta kosti 29 ríki skrifuðu undir harðort bréf til Brasilíumannanna þar sem þau kröfðust þess að í lokaályktuninni væri vegvísir að orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti. Breska blaðið The Guardian segir að Ísland hafi verið á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Vegvísirnir umdeildi byggir á ákvörðun sem var tekin á COP28-ráðstefnunni í Dúbaí árið 2023 þar sem öll ríki hétu því í fyrsta skipti að skipta út jarðefnaeldsneyti. Engin tímalína var þó ákveðin og ekki heldur leiðir að markmiðinu. Markmiðin enn of veikburða Fleiri mál eru óútkljáð á ráðstefnunni, þar á meðal sú staðreynd að markmið aðildarríkja Parísarsamningsins eru enn of veikburða til þess að hægt verði að ná markmiði hans um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Enn er heldur engin niðurstaða um hvernig iðnríki, sem bera nær alla ábyrgðina á núverandi og komandi loftslagsbreytingum, ætla að aðstoða þróunarríki að aðlagast hlýnandi heimi.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira