Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2025 10:02 María Corina Machado, leiðtogi venesúelönsku stjórnarandstöðunnar. ávarpar ráðstefnu í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur verið í felum frá því eftir forsetakosningarnar í Venesúela í fyrra. Vísir/EPA Stjórnvöld í Venesúela segja að María Corina Machado, friðarverðlaunahafi Nóbels í ár, verði skilgreind sem á flótta undan réttvísinni, ferðist hún til Noregs til að taka við verðlaununum. Þau saka hana um hryðjuverkstarfsemi og hatursáróður. Nóbelsnefndin tilkynnti að Machado hlyti friðarverðlaunin í ár vegna friðsamlegrar baráttu hennar til þess að koma aftur á lýðræði í Venesúela. Landið hefur verið undir járnhæl Nicolás Maduro forseta undanfarin ár. Machado hefur verið í felum til að komast hjá því að vera handtekin frá því að forsetakosningar fóru fram í Venesúela í fyrra. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórn Maduro um að hafa rangt við en fyrir vikið var Machado sökuð um samsæri gegn stjórnvöldum. Fjöldi ríkja hefur neitað að viðurkenna kosningaúrslitin þar sem kosningarnar hafi hvorki verið frjálsar né farið fram á sanngjarnan hátt. Machado var meðal annars bannað að bjóða sig fram. Nú segir Tarik William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að Machado sé sökuð um samsæri, hvatningu til haturs og hryðjuverk. Þá sé hún til rannsóknar vegna stuðningsyfirlýsinga hennar við hernaðaraðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn meintum fíkniefnasmyglbátum við Suður-Ameríku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Fari Machado til Noregs til þess að veita friðarverðlaununum viðtöku verði hún talin á flótta undan réttvísinni, að því marki sem hún er til staðar í Venesúela. Venesúela Mannréttindi Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Yfirvöld í Venesúela hafa lokað sendiráði sínu í Ósló einungis nokkrum dögum eftir að stjórnarandstæðingurinn María Corina Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels. Enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir lokuninni. 13. október 2025 23:39 Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. 10. október 2025 09:03 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Nóbelsnefndin tilkynnti að Machado hlyti friðarverðlaunin í ár vegna friðsamlegrar baráttu hennar til þess að koma aftur á lýðræði í Venesúela. Landið hefur verið undir járnhæl Nicolás Maduro forseta undanfarin ár. Machado hefur verið í felum til að komast hjá því að vera handtekin frá því að forsetakosningar fóru fram í Venesúela í fyrra. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórn Maduro um að hafa rangt við en fyrir vikið var Machado sökuð um samsæri gegn stjórnvöldum. Fjöldi ríkja hefur neitað að viðurkenna kosningaúrslitin þar sem kosningarnar hafi hvorki verið frjálsar né farið fram á sanngjarnan hátt. Machado var meðal annars bannað að bjóða sig fram. Nú segir Tarik William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að Machado sé sökuð um samsæri, hvatningu til haturs og hryðjuverk. Þá sé hún til rannsóknar vegna stuðningsyfirlýsinga hennar við hernaðaraðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn meintum fíkniefnasmyglbátum við Suður-Ameríku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Fari Machado til Noregs til þess að veita friðarverðlaununum viðtöku verði hún talin á flótta undan réttvísinni, að því marki sem hún er til staðar í Venesúela.
Venesúela Mannréttindi Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Yfirvöld í Venesúela hafa lokað sendiráði sínu í Ósló einungis nokkrum dögum eftir að stjórnarandstæðingurinn María Corina Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels. Enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir lokuninni. 13. október 2025 23:39 Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. 10. október 2025 09:03 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Yfirvöld í Venesúela hafa lokað sendiráði sínu í Ósló einungis nokkrum dögum eftir að stjórnarandstæðingurinn María Corina Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels. Enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir lokuninni. 13. október 2025 23:39
Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. 10. október 2025 09:03