Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 10:31 Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar