Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 10:31 Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun