Viðskipti innlent

GK Reykja­vík minnkar við sig

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Verslunin var til húsa á Hafnartorgi.
Verslunin var til húsa á Hafnartorgi. Vísir/Vilhelm

Starfsemi fataverslunarinnar GK Reykjavík hefur lokað á Hafnartorgi. Starfseminni hefur verið komið fyrir inni í verslun Evu á Laugarvegi.

Í tilkynningu á samfélagsmiðlum GK Reykjavíkur segir að verslunin verði flutt á Laugarveg 26. Verslunin opnaði á Hafnartorgi í maí 2019.

„GK Reykjavík hefur nú verið opnuð sem shop-in-shop í Versluninni Evu við Laugaveg 26. Nú verður hægt að versla hjá báðum þessum rótgrónu og glæsilegu verslunum í einu stoppi,“ segir í tilkynningu á samfélagsmiðlunum.

Verslunin er í eigu fyrirtækisins NTC ehf. sem rekur meðal annars Gallerý 17, GS skó og Kultur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×