Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 21. nóvember 2025 15:30 Í gær var alþjóðlegur mannréttindadagur barna. Þetta er dagur sem gjarnan er nýttur til að fagna því að Ísland hafi lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til að minna á að Ísland sé eitt besta land í heimi til að búa í. En fyrir þúsundir barna sem búa við skort, ofbeldi og kerfisbundið aðgerðaleysi eru yfirlýsingar sem þessar aðeins holur hljómur. Þessi börn eru skugginn í glansmyndinni. Þrátt fyrir að Ísland teljist eitt ríkasta samfélag heims er veruleiki fjölda barna allt annar. Þau upplifa daglega að brotið sé á grundvallarréttindum þeirra. Það er ekki nóg að stjórnvöld setji lög á blað því ef þeim er ekki fylgt eftir með markvissum aðgerðum og fjármagni þá líða börnin okkar fyrir það. Krafa dagsins er sú að stjórnvöld hætti að líta undan og horfi í eigin barm þegar kemur að velferð barna. Fátækt sem ofbeldi Barnasáttmálinn á að tryggja öllum börnum rétt til viðunandi lífsafkomu, tómstunda og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður er fátækt barna á Íslandi vaxandi vandamál, staðreynd sem vekur sérstaka athygli í norrænu samhengi þar sem Ísland sker sig úr vegna vaxandi ójöfnuðar. Fyrir barnið er fátækt ekki tölfræði í skýrslu. Hún birtist t.d. sem sár tilfinning þegar bekkjarfélagarnir segja frá sumarfríinu og hún er kvíðinn sem barnið skynjar frá foreldrum sínum við hver mánaðamót. Talið er að um 3.000 börn á Íslandi búi við sára fátækt. Afleiðingarnar eru djúpstæðar og geta fylgt börnunum fram á fullorðinsár. Þessi börn glíma frekar við heilsuleysi, námsörðugleika og félagslega einangrun. Foreldrar margra þessara barna eru fastir á leigumarkaði sem býður upp á mikið óöryggi. Tíðir flutningar leiða til þess að börn missa tengsl við vini og þurfa ítrekað að skipta um skóla. Það er erfitt fyrir barn að festa rætur þegar jarðvegurinn er stöðugt á hreyfingu. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda virðast almennu velferðarkerfin ekki grípa þessi börn með sama hætti og þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Mölbrotið varnarvirki Það er sorgleg staðreynd að þegar neyðin er stærst, bregst varnarvirkið sem á að veita börnum skjól. Barnaverndarkerfið hefur verið harðlega gagnrýnt og jafnvel sagt mölbrotið. Fyrir stóran hóp ungmenna, einkum þau sem glíma við þroska- eða geðvanda, eru einfaldlega engin viðeigandi úrræði í boði. Ein af afleiðingum þessa úrræðaleysis er að hópum barna, sem eiga enga samleið er blandað saman. Slík vistun býður hættunni heim og dæmi eru um að börn verði fyrir skaða af hálfu samvistarmanna sinna. Stofnanir, sem eiga að vera griðastaður og veita skjól, verða þannig vettvangur frekari áfalla. Þegar börn verða fyrir kynferðisofbeldi og stíga fram, mæta þau kerfi sem einkennist allt of oft af vantrú. Tölur úr Barnahúsi eru sláandi. Aðeins var ákært í 42% þeirra mála þar sem börn greindu frá ofbeldi en í 58% tilvika var málið látið niður falla. Þetta sendir börnum þau skelfilegu skilaboð að orð þeirra séu einskis virði, nema þau geti uppfyllt sönnunarkröfur sem sniðnar eru að heimi fullorðinna. Hóparnir sem kerfið gleymir Viðkvæmustu hópar barna standa hvað höllustum fæti. Rannsóknir sýna að fötluð börn eru í allt að fimmfaldri hættu á að verða fyrir ofbeldi miðað við önnur börn. Þau eru oftast útilokuð frá ákvörðunum sem varða þeirra eigið líf undir því yfirskini að fullorðnir viti betur hvað þeim er fyrir bestu. Vonandi verður betur komið til móts við réttindi þeirra og þau tryggð að fullu nú þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) hefur verið loksins verið lögfestur hér á landi. Þá má ekki gleyma börnum á flótta sem koma hingað í leit að öryggi en mæta kulda og skorti á mannúð af hálfu stjórnkerfisins. UNICEF og Rauði krossinn hafa ítrekað bent á að brotið sé á réttindum þeirra. Fylgdarlaus börn eru í sérstakri hættu á að verða mannsali að bráð vegna veikrar réttarstöðu á meðan umsóknarferlið dregst á langinn. Það er forkastanlegt að skýra verkferla og mannúð skuli vanta í málefnum þessa viðkvæma hóps. Fjárfesting í framtíðinni Mannréttindabrot gegn börnum eru einnig kerfislæg. Lög um farsæld barna frá 2022 voru mikilvægt skref en enn vantar heildstæða landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans. Ísland hefur heldur ekki fullgilt Bókun 3 sem fylgir með sáttmálanum sem myndi veita börnum rétt til að kvarta beint til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna brota á réttindum þeirra hér á landi. Tregða stjórnvalda við að veita börnum þennan sjálfsagða rétt er áhyggjuefni. Að lokum verður að horfa á málið í réttu samhengi. Að veita börnum vernd, menntun og öryggi er fjárfesting sem skilar okkur betra og réttlátara samfélagi til framtíðar. Samfélagið ver nú þegar um 100 milljörðum króna árlega í að „laga“ afleiðingar þess að við hlúum ekki nægilega vel að börnum í tíma. Það er dýrt að byggja hús á fúnum grunni. Börn eiga réttmæta kröfu á að komið sé fram við þau á réttlátan hátt. Krafan er að orðin í Barnasáttmálanum verði að veruleika en séu ekki bara fallegar setningar á plakati uppi á vegg. Tryggja verður hverju barni, óháð uppruna eða getu, örugga og heilbrigða æsku. Það er kominn tími til að grípa til alvöru aðgerða. Framtíð þjóðarinnar er í húfi. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær var alþjóðlegur mannréttindadagur barna. Þetta er dagur sem gjarnan er nýttur til að fagna því að Ísland hafi lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til að minna á að Ísland sé eitt besta land í heimi til að búa í. En fyrir þúsundir barna sem búa við skort, ofbeldi og kerfisbundið aðgerðaleysi eru yfirlýsingar sem þessar aðeins holur hljómur. Þessi börn eru skugginn í glansmyndinni. Þrátt fyrir að Ísland teljist eitt ríkasta samfélag heims er veruleiki fjölda barna allt annar. Þau upplifa daglega að brotið sé á grundvallarréttindum þeirra. Það er ekki nóg að stjórnvöld setji lög á blað því ef þeim er ekki fylgt eftir með markvissum aðgerðum og fjármagni þá líða börnin okkar fyrir það. Krafa dagsins er sú að stjórnvöld hætti að líta undan og horfi í eigin barm þegar kemur að velferð barna. Fátækt sem ofbeldi Barnasáttmálinn á að tryggja öllum börnum rétt til viðunandi lífsafkomu, tómstunda og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður er fátækt barna á Íslandi vaxandi vandamál, staðreynd sem vekur sérstaka athygli í norrænu samhengi þar sem Ísland sker sig úr vegna vaxandi ójöfnuðar. Fyrir barnið er fátækt ekki tölfræði í skýrslu. Hún birtist t.d. sem sár tilfinning þegar bekkjarfélagarnir segja frá sumarfríinu og hún er kvíðinn sem barnið skynjar frá foreldrum sínum við hver mánaðamót. Talið er að um 3.000 börn á Íslandi búi við sára fátækt. Afleiðingarnar eru djúpstæðar og geta fylgt börnunum fram á fullorðinsár. Þessi börn glíma frekar við heilsuleysi, námsörðugleika og félagslega einangrun. Foreldrar margra þessara barna eru fastir á leigumarkaði sem býður upp á mikið óöryggi. Tíðir flutningar leiða til þess að börn missa tengsl við vini og þurfa ítrekað að skipta um skóla. Það er erfitt fyrir barn að festa rætur þegar jarðvegurinn er stöðugt á hreyfingu. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda virðast almennu velferðarkerfin ekki grípa þessi börn með sama hætti og þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Mölbrotið varnarvirki Það er sorgleg staðreynd að þegar neyðin er stærst, bregst varnarvirkið sem á að veita börnum skjól. Barnaverndarkerfið hefur verið harðlega gagnrýnt og jafnvel sagt mölbrotið. Fyrir stóran hóp ungmenna, einkum þau sem glíma við þroska- eða geðvanda, eru einfaldlega engin viðeigandi úrræði í boði. Ein af afleiðingum þessa úrræðaleysis er að hópum barna, sem eiga enga samleið er blandað saman. Slík vistun býður hættunni heim og dæmi eru um að börn verði fyrir skaða af hálfu samvistarmanna sinna. Stofnanir, sem eiga að vera griðastaður og veita skjól, verða þannig vettvangur frekari áfalla. Þegar börn verða fyrir kynferðisofbeldi og stíga fram, mæta þau kerfi sem einkennist allt of oft af vantrú. Tölur úr Barnahúsi eru sláandi. Aðeins var ákært í 42% þeirra mála þar sem börn greindu frá ofbeldi en í 58% tilvika var málið látið niður falla. Þetta sendir börnum þau skelfilegu skilaboð að orð þeirra séu einskis virði, nema þau geti uppfyllt sönnunarkröfur sem sniðnar eru að heimi fullorðinna. Hóparnir sem kerfið gleymir Viðkvæmustu hópar barna standa hvað höllustum fæti. Rannsóknir sýna að fötluð börn eru í allt að fimmfaldri hættu á að verða fyrir ofbeldi miðað við önnur börn. Þau eru oftast útilokuð frá ákvörðunum sem varða þeirra eigið líf undir því yfirskini að fullorðnir viti betur hvað þeim er fyrir bestu. Vonandi verður betur komið til móts við réttindi þeirra og þau tryggð að fullu nú þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) hefur verið loksins verið lögfestur hér á landi. Þá má ekki gleyma börnum á flótta sem koma hingað í leit að öryggi en mæta kulda og skorti á mannúð af hálfu stjórnkerfisins. UNICEF og Rauði krossinn hafa ítrekað bent á að brotið sé á réttindum þeirra. Fylgdarlaus börn eru í sérstakri hættu á að verða mannsali að bráð vegna veikrar réttarstöðu á meðan umsóknarferlið dregst á langinn. Það er forkastanlegt að skýra verkferla og mannúð skuli vanta í málefnum þessa viðkvæma hóps. Fjárfesting í framtíðinni Mannréttindabrot gegn börnum eru einnig kerfislæg. Lög um farsæld barna frá 2022 voru mikilvægt skref en enn vantar heildstæða landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans. Ísland hefur heldur ekki fullgilt Bókun 3 sem fylgir með sáttmálanum sem myndi veita börnum rétt til að kvarta beint til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna brota á réttindum þeirra hér á landi. Tregða stjórnvalda við að veita börnum þennan sjálfsagða rétt er áhyggjuefni. Að lokum verður að horfa á málið í réttu samhengi. Að veita börnum vernd, menntun og öryggi er fjárfesting sem skilar okkur betra og réttlátara samfélagi til framtíðar. Samfélagið ver nú þegar um 100 milljörðum króna árlega í að „laga“ afleiðingar þess að við hlúum ekki nægilega vel að börnum í tíma. Það er dýrt að byggja hús á fúnum grunni. Börn eiga réttmæta kröfu á að komið sé fram við þau á réttlátan hátt. Krafan er að orðin í Barnasáttmálanum verði að veruleika en séu ekki bara fallegar setningar á plakati uppi á vegg. Tryggja verður hverju barni, óháð uppruna eða getu, örugga og heilbrigða æsku. Það er kominn tími til að grípa til alvöru aðgerða. Framtíð þjóðarinnar er í húfi. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun