„Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar 21. nóvember 2025 15:17 Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Arnór Sigurjónsson Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun