Íslenski boltinn

Víkingar fá ungan og spennandi kant­mann

Sindri Sverrisson skrifar
Elísa Birta Káradóttir er mætt í Víkina.
Elísa Birta Káradóttir er mætt í Víkina. Víkingur

Fótboltakonan efnilega Elísa Birta Káradóttir er gengin í raðir Víkings frá HK og mun því spila í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

Elísa Birta er aðeins 16 ára gömul en hefur þegar spilað tvær leiktíðir í Lengjudeildinni með HK og skorað þar sex mörk í þrjátíu leikjum.

Þá hefur hún einnig skorað tvö mörk fyrir yngri landslið Íslands og hér að neðan má sjá þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Portúgal með U17-landsliðinu á æfingamóti í lok september.

„Elísa Birta er spennandi leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með síðustu ár. Hún er snöggur og beinskeyttur kantmaður. Við hlökkum til að fylgjast með henni í Víkingstreyjunni og þróa hana sem leikmann, en hún hefur alla burði í að verða frábær leikmaður fyrir liðið,“ segir Einar Guðnason, þjálfari Víkings, í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×