Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2025 09:55 Þorsteinn Bárðarson hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann. Facebook/Snæfellsbær Þorsteinn Bárðarson, Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og bikarmeistari í tímatöku, hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þorsteinn féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum. Í heildina var hann dæmdur í sex ára bann, en þar sem hann hefur samþykkt úrskurðinn styttist bannið um eitt ár. Í úrskurði Lyfjaeftirlitsins, sem má lesa hér, kemur fram að notkun efnanna sem fundust í þvagsýni Þorsteins „beri merki skipulagðrar og vísvitandi notkunar bannaðra efna“. Þá segir einni að „bæði fjöldi efna og eðli þeirra sýni fram á þekkingu á samverkandi áhrifum og viðleitni til að stjórna hormónakerfi líkamans“. Notkunin er sögð markviss og úthugsuð, í þeim tilgangi að ná frm bættum árangri. Þorsteinn var tekinn í lyfjapróf í ágúst síðastliðnum á Íslandsmótinu í criterium. Greining A-sýnis skilaði afbrigðilegri niðurstöðu í flokki S1.2 - önnur anabólísk efni (Ligandrol, Ostarine og RAD104) og í flokki 4 - hormóna- og efnaskiptamiðlarar (Arimstane). Viðurkenndi niðurstöðuna og heldur titlunum Þorsteini var tilkynnt um niðurstöðuna undir lok september og var honum þá gefinn kostur á að útskýra niðurstöðurnar, en var um leið úrskurðaður í bráðabirgðarbann. Tæpri viku eftir að honum var tilkynnt um niðurstöðurnar viðurkenndi hann niðurstöðu A-sýnisins og afsalaði sér um leið réttinum til greiningar á B-sýni. Þorsteinn óskaði í kjölfarið eftir skriflegum úrskurði eftirlitsins með von um styttingu banns vegna játningar og skjótra svara. Þorsteinn sagði enn fremur að hann hafi aðeins tekið efnin einu sinni, þann 19. ágúst, tveimur dögum fyrir áðurnefnda keppni. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsins er eftir sem áður sú að Þorsteinn er dæmdur í fimm ára keppnisbann, en hann heldur Íslandsmeistaratitli sínum úr götuhjólreiðum og bikarmeistaratitlinum úr tímatöku, þar sem bannið nær ekki til þess tíma. Hjólreiðar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Þorsteinn féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum. Í heildina var hann dæmdur í sex ára bann, en þar sem hann hefur samþykkt úrskurðinn styttist bannið um eitt ár. Í úrskurði Lyfjaeftirlitsins, sem má lesa hér, kemur fram að notkun efnanna sem fundust í þvagsýni Þorsteins „beri merki skipulagðrar og vísvitandi notkunar bannaðra efna“. Þá segir einni að „bæði fjöldi efna og eðli þeirra sýni fram á þekkingu á samverkandi áhrifum og viðleitni til að stjórna hormónakerfi líkamans“. Notkunin er sögð markviss og úthugsuð, í þeim tilgangi að ná frm bættum árangri. Þorsteinn var tekinn í lyfjapróf í ágúst síðastliðnum á Íslandsmótinu í criterium. Greining A-sýnis skilaði afbrigðilegri niðurstöðu í flokki S1.2 - önnur anabólísk efni (Ligandrol, Ostarine og RAD104) og í flokki 4 - hormóna- og efnaskiptamiðlarar (Arimstane). Viðurkenndi niðurstöðuna og heldur titlunum Þorsteini var tilkynnt um niðurstöðuna undir lok september og var honum þá gefinn kostur á að útskýra niðurstöðurnar, en var um leið úrskurðaður í bráðabirgðarbann. Tæpri viku eftir að honum var tilkynnt um niðurstöðurnar viðurkenndi hann niðurstöðu A-sýnisins og afsalaði sér um leið réttinum til greiningar á B-sýni. Þorsteinn óskaði í kjölfarið eftir skriflegum úrskurði eftirlitsins með von um styttingu banns vegna játningar og skjótra svara. Þorsteinn sagði enn fremur að hann hafi aðeins tekið efnin einu sinni, þann 19. ágúst, tveimur dögum fyrir áðurnefnda keppni. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsins er eftir sem áður sú að Þorsteinn er dæmdur í fimm ára keppnisbann, en hann heldur Íslandsmeistaratitli sínum úr götuhjólreiðum og bikarmeistaratitlinum úr tímatöku, þar sem bannið nær ekki til þess tíma.
Hjólreiðar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira