„Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 09:11 Það var ekki þægilegt fyrir Söru Sigmundsdóttur að láta sprauta stofnfrumum inn í hnéð sitt. @sarasigmunds Íslenska CrossFit-konan Sara Sigmundsdóttir lifir enn í voninni um að skilja meiðslin eftir í baksýnisspeglinum og er nú í sérstakri meðferð hjá læknum í Dúbaí. Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira