Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 13:00 Íslenskir læknar, sem hafa farið í sérnám í Bandaríkjunum, hafa undanfarin misseri ekki fengið starfsleyfi vegna sérmenntunarinnar. Getty Læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sinni sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að eldri læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“ Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“
Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira