„Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:50 APTOPIX Climate COP30 André Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar fyrir miðju, Simon Stiell forseti Loftslagsstofnun SÞ til hægri ræðir við embættismenn. AP Samþykkt náðist um lokaályktun loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu eftir mikla málamiðlun. Orðalag ályktunarinnar er umdeild enda er þar hvergi kveðið á um að draga þurfi úr notkun jarðefnaeldsneytis. COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu lauk í gær eftir samningaviðræður sem drógust inn í helgina. Til stóð að ráðstefnunni lyki á föstudag en tafir eru alsíða á ráðstefnum sem þessum. Segja má að ráðstefnan hafi farið illa af stað enda neituðu Bandaríkjamenn að senda sendinefnd á ráðstefnuna. Miðlar um allan heim hafa sagt ályktunina útvatnaða og þaðan af verra en ljóst er að hart var tekist á til að ná þjóðum heimsins saman. Þrefaldar fjárveitingar til þróunarríkja Í ályktuninni er kveðið á um að ríkar þjóðir þrefaldi fjárveitingar sinnar til þróunarlanda sem eru háðari jarðefnaeldsneytum og sömuleiðis berskjaldaðri fyrir áhrifum hlýnandi heims. Samkvæmt umfjöllun Reuters var orðalag ákvæðis um útfösun jarðefnaeldsneyta helsta bitbein ráðstefnunnar og tókust þar aðildarríki Evrópusambandsins og Arabalönd á. Reynt var að ná sáttum um orðalagið fram á rauða nótt aðfaranótt laugardags en án árangurs. Líkt og greint hefur verið frá skrifuðu að minnsta kosti 29 ríki undir harðort bréf til Brasilíumanna þar sem krafist var að ályktunin tæki til orkuskipta frá jarðefnaeldsneyti. Ísland var á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Jarðefnaeldsneytisákvæði í „hliðartexta“ Í gærmorgun tilkynnti Andre Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar, að hliðartexti líkt og hann kallaði hann yrði gefinn út samhliða lokaályktun ráðstefnunnar þar sem ákvæði væri að finna um útfösun jarðefnaeldsneyta og skógarvernd. Ekki var unnt að hafa þau ákvæði í aðaltextanum vegna þess að ekki náðist sammæli um þau. Forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna kvaðst átta sig á því að orðalag ályktunarinnar ylli mörgum vonbrigðum. „Ég er ekki að segja að við séum að sigrast á loftslagsvánni. En við erum óneitanlega enn í baráttunni og við erum að spyrna við,“ sagði Simon Stiell, forseti Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að ráðstefnunni lokinni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu lauk í gær eftir samningaviðræður sem drógust inn í helgina. Til stóð að ráðstefnunni lyki á föstudag en tafir eru alsíða á ráðstefnum sem þessum. Segja má að ráðstefnan hafi farið illa af stað enda neituðu Bandaríkjamenn að senda sendinefnd á ráðstefnuna. Miðlar um allan heim hafa sagt ályktunina útvatnaða og þaðan af verra en ljóst er að hart var tekist á til að ná þjóðum heimsins saman. Þrefaldar fjárveitingar til þróunarríkja Í ályktuninni er kveðið á um að ríkar þjóðir þrefaldi fjárveitingar sinnar til þróunarlanda sem eru háðari jarðefnaeldsneytum og sömuleiðis berskjaldaðri fyrir áhrifum hlýnandi heims. Samkvæmt umfjöllun Reuters var orðalag ákvæðis um útfösun jarðefnaeldsneyta helsta bitbein ráðstefnunnar og tókust þar aðildarríki Evrópusambandsins og Arabalönd á. Reynt var að ná sáttum um orðalagið fram á rauða nótt aðfaranótt laugardags en án árangurs. Líkt og greint hefur verið frá skrifuðu að minnsta kosti 29 ríki undir harðort bréf til Brasilíumanna þar sem krafist var að ályktunin tæki til orkuskipta frá jarðefnaeldsneyti. Ísland var á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Jarðefnaeldsneytisákvæði í „hliðartexta“ Í gærmorgun tilkynnti Andre Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar, að hliðartexti líkt og hann kallaði hann yrði gefinn út samhliða lokaályktun ráðstefnunnar þar sem ákvæði væri að finna um útfösun jarðefnaeldsneyta og skógarvernd. Ekki var unnt að hafa þau ákvæði í aðaltextanum vegna þess að ekki náðist sammæli um þau. Forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna kvaðst átta sig á því að orðalag ályktunarinnar ylli mörgum vonbrigðum. „Ég er ekki að segja að við séum að sigrast á loftslagsvánni. En við erum óneitanlega enn í baráttunni og við erum að spyrna við,“ sagði Simon Stiell, forseti Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að ráðstefnunni lokinni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira