„Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2025 13:22 André Correa do Lago, forseti COP30-ráðstefnunnar, íhugull fyrir allsherjarfund á laugardag. Hann þurfti að miðla málum hægri vinstri til þess að klambra saman lokaályktun ráðstefnunnar um helgina. AP/Fernando Llano Niðurstöðu COP30-loftslagsráðstefnunnar í Brasilíu er lýst sem „lægsta möguleg samnefnara“. Óljós markmið um stóraukin framlög til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsbreytingum og útfösu og hert losunarmarkmið er að finna í ályktun sem opnar í fyrsta skipti á möguleikann að hlýnun fari tímabundið yfir viðmið Parísarsamkomulagsins. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Belém í Amasonfrumskóginum lauk tveimur dögum á eftir áætlun í gær. Ríki þrættu meðal annars um hvernig og hvort ætti að teikna upp leiðir að útfösun jarðefnaeldsneytis. Lokaniðurstaðan var sú að hvergi var minnst á jarðefnaeldsneyti í ályktun ráðstefnunnar þrátt fyrir að bruni á því sé meginástæða þeirra loftslagsbreytinga sem menn valda nú á jörðinni. Ísland var á meðal ríkja sem mótmæli því. „Loftslagsákvörðun sem getur ekki einu sinni sagt „jarðefnaeldsneyti“ er ekki hlutlaus, þetta er meðsekt,“ hefur AP-fréttastofan eftir Juan Carlos Monterrey Gómez, samningamanni Panama á ráðstefnunni. Þess í stað var lögð fram tillaga um að ríki sem svo kysi stefndu að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytið að eigin frumkvæði, til hliðar við formlega ályktun ráðstefnunnar. Fernanda Carvalho, forstöðumaður loftslags- og orkustefnu hjá náttúruverndarsamtökunum World Wildlife Fund, sagði niðurstöðuna veika og endurspegla „lægsta mögulega samnefnara“ í samtali við vefsíðuna Carbon Brief. Til marks um þetta gátu aðildarríki ekki komið sér saman um að vísa til nýjustu gagna um stöðu loftslags jarðar í lokaályktuninni. Þannig voru tilvísanir í að árið í ár stefndi í að verða það þriðja heitasta í mælingasögunni og metaukningu í styrk koltvísýrings sem var að finna í drögum fjarlægðar úr lokatextanum. „Vísindunum hefur verið útrýmt af COP30 vegna þess að þau móðga mengarana,“ sagði Gómez en fundurinn treysti sér heldur ekki til að lýsa yfir stuðningi við vísindalegar niðurstöður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Haldi 1,5 gráðu markmiðinu „innan seilingar“ Þegar Parísarsamningurinn var handsalaður árið 2015 samþykktu aðildarríki hans að stefna að því að halda hnattrænni hlýnun helst innan við 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nú áratug síðar eru litlar líkur á að það markmið náist. Í lokaályktun ráðstefnunnar í Brasilíu var kveðið á um að stefna að því að halda 1,5 gráðu markmiðinu „innan seilingar“. Í fyrsta skipti í COP-ályktun er nú talað um líkur á því að „skotið verði yfir“ 1,5 gráðu markið. Takmarka verði bæði hversu hátt verði skotið yfir markið og hversu lengi. Engin ákveðin markmið voru sett um þetta, aðeins valkvæð verkefni um að hraða aðgerðum í að draga úr losun. Eina leiðin til þess að ná hlýnun jarðar aftur niður fyrir 1,5 gráður ef skotið verður yfir markið er að binda kolefni úr andrúmslofti. Miðað við núverandi losunarmarkmið sem ríki hafa skilað inn til Parísarsamningsins gæti hnattræn hlýnun numið á bilinu 2,3 til 2,5 gráðum fyrir lok aldarinnar. „Hvatt“ til þreföldunar framlaga til aðlögunar Fjármögnun aðlögunaraðgerða í þróunarríkja sem bera litla ábyrgð á sögulegri losun gróðurhúsalofttegunda en verða fyrir hlutfallslega miklum áhrifum af loftslagsbreytingum hefur lengi verið þrætuepli á COP-fundum í gegnum tíðina. Fundurinn samþykkti hvetja ríki til þess að þrefalda framlög til aðlögunar fyrir 2035. Það er fimm árum síðar en hópur þróunarríkja hafði lagt til. Iðnríki þurfa að spýta verulega í lófana ef það á að ganga eftir. Þau hétu því að tvöfalda framlög til aðlögunar í Glasgow árið 2021. Markmiðið var að þau framlög yrðu fjörutíu milljarðar dollara á ári fyrir árið 2025. Upphæðin nam um 26 milljörðum árið 2023 og lækkaði á milli ára. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) áætlar að um 310 milljarða dollara þurfi árlega til þess að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum til ársins 2035. Leggja fram vegvísa að útfösun utan við COP-ferlið Hátt í níutíu ríki studdu að taka leiðir að útfösun jarðefnaeldsneyti inn í lokaályktun ráðstefnunnar, þar á meðal Ísland, Evrópusambandið og hópur eyríkja sem er í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Olíuríki eins og Rússland og Sádi-Arabía lögðust gegn því. Þess í stað sögðust Brasilíumennirnir í fosætisnefnd ráðstefnunnar ætla að leggja fram tvo vegvísa að útfösun jarðefnaeldsneytis og aðgerðum gegn skógareyðingu sem yrðu kynntir á næsta COP-fundi. Þeim verður engu að síður haldið utan við formlegt ferli ráðstefnunnar. Hollensk og kólumbísk stjórnvöld kynntu að þau ætluðu að halda fyrstu alþjóðlegu ráðstefnuna um útfösun jarðefnaeldsneyti í Santa María í Kólumbíu í apríl. Brasilíska nefndin sagðist ætla að taka mið af því sem þar kæmi fram í vegvísunum sem hún ætlar að vinna að. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Belém í Amasonfrumskóginum lauk tveimur dögum á eftir áætlun í gær. Ríki þrættu meðal annars um hvernig og hvort ætti að teikna upp leiðir að útfösun jarðefnaeldsneytis. Lokaniðurstaðan var sú að hvergi var minnst á jarðefnaeldsneyti í ályktun ráðstefnunnar þrátt fyrir að bruni á því sé meginástæða þeirra loftslagsbreytinga sem menn valda nú á jörðinni. Ísland var á meðal ríkja sem mótmæli því. „Loftslagsákvörðun sem getur ekki einu sinni sagt „jarðefnaeldsneyti“ er ekki hlutlaus, þetta er meðsekt,“ hefur AP-fréttastofan eftir Juan Carlos Monterrey Gómez, samningamanni Panama á ráðstefnunni. Þess í stað var lögð fram tillaga um að ríki sem svo kysi stefndu að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytið að eigin frumkvæði, til hliðar við formlega ályktun ráðstefnunnar. Fernanda Carvalho, forstöðumaður loftslags- og orkustefnu hjá náttúruverndarsamtökunum World Wildlife Fund, sagði niðurstöðuna veika og endurspegla „lægsta mögulega samnefnara“ í samtali við vefsíðuna Carbon Brief. Til marks um þetta gátu aðildarríki ekki komið sér saman um að vísa til nýjustu gagna um stöðu loftslags jarðar í lokaályktuninni. Þannig voru tilvísanir í að árið í ár stefndi í að verða það þriðja heitasta í mælingasögunni og metaukningu í styrk koltvísýrings sem var að finna í drögum fjarlægðar úr lokatextanum. „Vísindunum hefur verið útrýmt af COP30 vegna þess að þau móðga mengarana,“ sagði Gómez en fundurinn treysti sér heldur ekki til að lýsa yfir stuðningi við vísindalegar niðurstöður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Haldi 1,5 gráðu markmiðinu „innan seilingar“ Þegar Parísarsamningurinn var handsalaður árið 2015 samþykktu aðildarríki hans að stefna að því að halda hnattrænni hlýnun helst innan við 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nú áratug síðar eru litlar líkur á að það markmið náist. Í lokaályktun ráðstefnunnar í Brasilíu var kveðið á um að stefna að því að halda 1,5 gráðu markmiðinu „innan seilingar“. Í fyrsta skipti í COP-ályktun er nú talað um líkur á því að „skotið verði yfir“ 1,5 gráðu markið. Takmarka verði bæði hversu hátt verði skotið yfir markið og hversu lengi. Engin ákveðin markmið voru sett um þetta, aðeins valkvæð verkefni um að hraða aðgerðum í að draga úr losun. Eina leiðin til þess að ná hlýnun jarðar aftur niður fyrir 1,5 gráður ef skotið verður yfir markið er að binda kolefni úr andrúmslofti. Miðað við núverandi losunarmarkmið sem ríki hafa skilað inn til Parísarsamningsins gæti hnattræn hlýnun numið á bilinu 2,3 til 2,5 gráðum fyrir lok aldarinnar. „Hvatt“ til þreföldunar framlaga til aðlögunar Fjármögnun aðlögunaraðgerða í þróunarríkja sem bera litla ábyrgð á sögulegri losun gróðurhúsalofttegunda en verða fyrir hlutfallslega miklum áhrifum af loftslagsbreytingum hefur lengi verið þrætuepli á COP-fundum í gegnum tíðina. Fundurinn samþykkti hvetja ríki til þess að þrefalda framlög til aðlögunar fyrir 2035. Það er fimm árum síðar en hópur þróunarríkja hafði lagt til. Iðnríki þurfa að spýta verulega í lófana ef það á að ganga eftir. Þau hétu því að tvöfalda framlög til aðlögunar í Glasgow árið 2021. Markmiðið var að þau framlög yrðu fjörutíu milljarðar dollara á ári fyrir árið 2025. Upphæðin nam um 26 milljörðum árið 2023 og lækkaði á milli ára. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) áætlar að um 310 milljarða dollara þurfi árlega til þess að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum til ársins 2035. Leggja fram vegvísa að útfösun utan við COP-ferlið Hátt í níutíu ríki studdu að taka leiðir að útfösun jarðefnaeldsneyti inn í lokaályktun ráðstefnunnar, þar á meðal Ísland, Evrópusambandið og hópur eyríkja sem er í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Olíuríki eins og Rússland og Sádi-Arabía lögðust gegn því. Þess í stað sögðust Brasilíumennirnir í fosætisnefnd ráðstefnunnar ætla að leggja fram tvo vegvísa að útfösun jarðefnaeldsneytis og aðgerðum gegn skógareyðingu sem yrðu kynntir á næsta COP-fundi. Þeim verður engu að síður haldið utan við formlegt ferli ráðstefnunnar. Hollensk og kólumbísk stjórnvöld kynntu að þau ætluðu að halda fyrstu alþjóðlegu ráðstefnuna um útfösun jarðefnaeldsneyti í Santa María í Kólumbíu í apríl. Brasilíska nefndin sagðist ætla að taka mið af því sem þar kæmi fram í vegvísunum sem hún ætlar að vinna að.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira