Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar 24. nóvember 2025 15:03 Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun