Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2025 14:30 Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar