Hareide með krabbamein í heila Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2025 19:44 Åge Hareide hætti sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir ári síðan. AP/Darko Vojinovic Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. „Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003. Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira
„Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003.
Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira