Innlent

Ekið á barn á Ísa­firði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögregla biður möguleg vitni að hafa samband.
Lögregla biður möguleg vitni að hafa samband. Vísir/Anton Brink

Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. 

Þetta kemur fram í stuttri fræslu á Facebook síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.´

„Ekið var á barn á aldrinum 6-9 ára innarlega á Seljalandsvegi, á Ísafirði upp úr kl 13 í dag. Barnið gekk af vettvangi en ekki er vitað nánar um hvern var að ræða. Einungis liggur fyrir að barnið var í dökkum kuldagalla með bláa húfu. Foreldrar barna sem búa í nágrenninu og minnsti möguleiki er á að hafi verið klædd með fyrrnefndum hætti og eru á fyrrnefndum aldri eru beðnir um að athuga málið heima fyrir og hafa tafarlaust samband við lögreglu í gegnum 112 ef vitað um hvern var að ræða,“ segir meðal annars í færslunni.

Þá eru vitni að atburðinum beðin um að setja sig í samband við lögreglu í gegnum 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×