Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Jammie Booker tók við bikarnum efst á palli um helgina en Andrea Thompson var bersýnilega ósátt í 2. sæti. Thompson hefur nú verið krýnd Sterkasta kona heims. Strongman Hin breska Andrea Thompson hefur verið krýnd Sterkasta kona heims, í annað sinn á ferlinum, þrátt fyrir að hafa um helgina endað einu stigi á eftir hinni bandarísku Jammie Booker, eftir ábendingar um að Booker hefði fæðst karlmaður. Booker fagnaði titlinum efst á verðlaunapalli um helgina og mátti sjá Thompson, sem vann keppnina árið 2018, ganga óánægða í burtu og segja: „Þetta er kjaftæði.“ Jammie Booker, a man pretending to be a woman, just won the title of “World’s Strongest Woman” at the World’s Strongest Woman competition in Arlington, Texas.Andrea Thompson, the female runner-up, had her title stolen by a man.KEEP MEN OUT OF WOMEN’S SPORTS pic.twitter.com/MYXCmOSEEc— Libs of TikTok (@libsoftiktok) November 25, 2025 Official Strongman samtökin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu og tilkynnt að Booker hafi verið svipt titlinum. Þar segir að mótshaldarar hafi ekki vitað að líffræðilegt kyn Booker væri karlkyn en að reglurnar væru skýrar um að trans konum væri ekki heimilt að keppa í kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Official Strongman (@officialstrongman_) Thompson hlaut því titilinn og aðrir keppendur voru einnig færðir upp um eitt sæti. „Þessi sigur hefur ekki unnist án deilna en ég vil hafa það alveg á hreinu að á meðan ég styð og hvet fólk til þess að vera eins og það vill, þá eru íþróttir íþróttir og það er ástæða fyrir því að kvennaflokkar eru til,“ skrifaði Laurence Shahlaei, þjálfari Thompson, í færslu á Instagram. Booker var ekki með nein skráð úrslit í gagnagrunni Strongman þar til í júní á þessu ári en óljóst er hvort að hún keppti áður í karlaflokki. Hún vann mót í júní og varð svo í 2. sæti í keppninni um sterkustu konu Norður-Ameríku. Í tilkynningunni frá Strongman sagði að búið væri að reyna að hafa samband við Booker en án árangurs. Hún sendi frá sér myndband á Instagram á mánudaginn þar sem hún þakkaði ýmsu fólki fyrir að hafa stutt sig til sigursins sem hún hefur nú verið svipt. Aflraunir Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Sjá meira
Booker fagnaði titlinum efst á verðlaunapalli um helgina og mátti sjá Thompson, sem vann keppnina árið 2018, ganga óánægða í burtu og segja: „Þetta er kjaftæði.“ Jammie Booker, a man pretending to be a woman, just won the title of “World’s Strongest Woman” at the World’s Strongest Woman competition in Arlington, Texas.Andrea Thompson, the female runner-up, had her title stolen by a man.KEEP MEN OUT OF WOMEN’S SPORTS pic.twitter.com/MYXCmOSEEc— Libs of TikTok (@libsoftiktok) November 25, 2025 Official Strongman samtökin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu og tilkynnt að Booker hafi verið svipt titlinum. Þar segir að mótshaldarar hafi ekki vitað að líffræðilegt kyn Booker væri karlkyn en að reglurnar væru skýrar um að trans konum væri ekki heimilt að keppa í kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Official Strongman (@officialstrongman_) Thompson hlaut því titilinn og aðrir keppendur voru einnig færðir upp um eitt sæti. „Þessi sigur hefur ekki unnist án deilna en ég vil hafa það alveg á hreinu að á meðan ég styð og hvet fólk til þess að vera eins og það vill, þá eru íþróttir íþróttir og það er ástæða fyrir því að kvennaflokkar eru til,“ skrifaði Laurence Shahlaei, þjálfari Thompson, í færslu á Instagram. Booker var ekki með nein skráð úrslit í gagnagrunni Strongman þar til í júní á þessu ári en óljóst er hvort að hún keppti áður í karlaflokki. Hún vann mót í júní og varð svo í 2. sæti í keppninni um sterkustu konu Norður-Ameríku. Í tilkynningunni frá Strongman sagði að búið væri að reyna að hafa samband við Booker en án árangurs. Hún sendi frá sér myndband á Instagram á mánudaginn þar sem hún þakkaði ýmsu fólki fyrir að hafa stutt sig til sigursins sem hún hefur nú verið svipt.
Aflraunir Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Sjá meira