Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar 26. nóvember 2025 11:31 Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa hérlendis byrjaði upp úr seinna stríði þegar að bandaríkjaher kom sér fyrir á vellinum árið 1941. Vatnsúðakerfi (sprinklerkerfi) voru fyrst fundin upp í Bandaríkjunum. Þeir í vestrinu lögðu grunninn að sjálfvirkum vatnsúðakerfum, sem urðu lykiltækni í brunavörnum Íslendingar voru fengnir í framkvæmdir bandaríkjahers og gerði bandaríkjaher kröfu um vatnsúðakerfi í sínum byggingum . Íslendingar lærðu af þeim og nýtttu sér þeirra reynslu til innleiðingar regluverks. Regluverkið Árið 1982 eru settar á reglugerðir á Islandi sem áttu að tryggja að vatnsveitur ráði við að fæða vatnsúðakerfi.Árið 1992 eru svo mótaðar reglugerðir um sjálfvrik brunakerfi, ákveðin vakning í gangi. Árið 1993 eru gerðar leiðbeiningar um hvernig eigi að standa að eftirliti og prófunum vatnsúðakerfa, svo hægt sé að standa rétt að rekstri vatnsúðakerfa.Í framhaldi af þessum leiðbeiningum, þá var farið yfir 74 uppsett vatnsúðakerfi á höfuðborgasvæðinu, í 62 byggingum, til að sjá hvernig almennt ástand væri á vatnsúðakerfum. Aðeins eitt þessara kerfa virkaði sem skildi, sem var ákeðið áfall og vakning um að nauðsynlegt væri að hafa opinbert eftirlit og skráningu yfir þjónustu kerfanna. Sú þjónustugátt var innleidd 20 árum síðar. Árið 1994 er hugað að reglum er koma að hönnun og uppsetningu sjálfvirkra vatnsúðakerfa, samræmt hvað hönnuðir skal horfa á og fylgja. Í þessum reglum er horft til og vísað í breska staðalinn BS 5306 og ameríska staðalinn NFPA13. Árið 1997 eru settar kröfur í skipulags og byggingarlög og árið 1998 í byggingareglugerð, þar sem gerðar eru kröfur um brunahönnun mannvirkja. Þar eru sett viðmið-kröfur um hvað skal verja, áhættumat, þar sem mannvirki eru m.a. flokkuð, þar má nefna hluti eins og mannfjöldi, verðmæti innviða og fl. Þar eru kröfur um að ef húsnæði er lagerhúsnæði yfir 2000m2 þá skal það varið með vatnsúsðakerfi. Þar kemur einnig fram að ef gerðar eru breytingar á húsnæði, þá skal sú breyting fara fyrir byggingafulltrúa og eldvarnareftirlit, sem þá getur gert athugsemdir ef þörf er á vatnsúðakerfi. Árið 2006 voru gerðir staðlar og gátlistar við leiðbeiningar frá 1993. Þessir staðlar og gátlistar voru svo uppfærðir árið 2010. Árið 2013 er svo þjónustugátt yfir vatnsúðakerfi á höfuðborgarsvæðinu innleidd, sem minnst var á hér að ofan eftir að 1 af 74 kerfum virkaði ekki, þarna árið 1993. Þjónustugáttin er gagnagrunnur sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á laggirnar, gagnagrunnurinn heldur utan um öll vatnúðakerfin á höfuðborgarsvæðinu. Hann var gerður virkur með samvinnu við þjónustuaðila kerfanna, sem eru löggiltir pípulagnameistarar sem hafa þekkingu og réttindi til að þjónusta vatnsúðakerfin. Þannig var náð utanum öll vatnúðakerfi höfuðborgarsvæðisins, sem mörg voru munaðarlaus, frábært starf unnið þarna. Þar kom í ljós að vel yfir 200 varðlokar-kerfi voru á höfuðborgasvæðinu. Og að 6 þjónustuaðilar höfðu umsjón með um 80% kerfanna, 20 þjónustuaðilar voru með um 20% kerfanna. Mistökin (eitt dæmi) Sjö ár eru liðin frá stórbrunanum í Miðhrauni 4 Garðabæ, apríl 2018. Þar sem þetta c.a. 3400m2 húsnæði varð ónýtt, hundruðum milljóna tjón. Í húsnæðinu voru m.a. geymslur sem leigðar voru til fólks. Ekkert vatnsúðakerfi var í húsnæðinu. Miðhraun 4 var endurbyggt og endurhannað árið 2021, með vatnsúðakerfi, sem alltaf hefði átt að vera m.v. þá starfsemi sem þar var. Mikil umræða fór af stað vegna þess, m.a. um vatnsúðakerfi, tilurð þeirra og tilgang, af hverju, hvaða reglur gilda, hver er reynslan. Vatnsúðakerfi í Miðhrauni 4 hefði skipt sköpun. Í Bandaríkjunum hefur reynslan sýnt að í 90% tilfella ráða vatnúðakerfi við bruna og slökkva þá í fæðingu. Í 70% tilfella þarf aðeins 4 vatnsúðara til þess að slökkva eldin. Ný brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði höfuðborgarsvæðið var undirrituð 31.10.2025, til næstu 5 ára, sem kemur m.a. inná úrbætur og eftirlit. Lærum af sögunni. Höfundur smíðar, tekur út og þjónustar vatnsúðakerfi, tæknifræðingur og löggiltur pípulagnameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa hérlendis byrjaði upp úr seinna stríði þegar að bandaríkjaher kom sér fyrir á vellinum árið 1941. Vatnsúðakerfi (sprinklerkerfi) voru fyrst fundin upp í Bandaríkjunum. Þeir í vestrinu lögðu grunninn að sjálfvirkum vatnsúðakerfum, sem urðu lykiltækni í brunavörnum Íslendingar voru fengnir í framkvæmdir bandaríkjahers og gerði bandaríkjaher kröfu um vatnsúðakerfi í sínum byggingum . Íslendingar lærðu af þeim og nýtttu sér þeirra reynslu til innleiðingar regluverks. Regluverkið Árið 1982 eru settar á reglugerðir á Islandi sem áttu að tryggja að vatnsveitur ráði við að fæða vatnsúðakerfi.Árið 1992 eru svo mótaðar reglugerðir um sjálfvrik brunakerfi, ákveðin vakning í gangi. Árið 1993 eru gerðar leiðbeiningar um hvernig eigi að standa að eftirliti og prófunum vatnsúðakerfa, svo hægt sé að standa rétt að rekstri vatnsúðakerfa.Í framhaldi af þessum leiðbeiningum, þá var farið yfir 74 uppsett vatnsúðakerfi á höfuðborgasvæðinu, í 62 byggingum, til að sjá hvernig almennt ástand væri á vatnsúðakerfum. Aðeins eitt þessara kerfa virkaði sem skildi, sem var ákeðið áfall og vakning um að nauðsynlegt væri að hafa opinbert eftirlit og skráningu yfir þjónustu kerfanna. Sú þjónustugátt var innleidd 20 árum síðar. Árið 1994 er hugað að reglum er koma að hönnun og uppsetningu sjálfvirkra vatnsúðakerfa, samræmt hvað hönnuðir skal horfa á og fylgja. Í þessum reglum er horft til og vísað í breska staðalinn BS 5306 og ameríska staðalinn NFPA13. Árið 1997 eru settar kröfur í skipulags og byggingarlög og árið 1998 í byggingareglugerð, þar sem gerðar eru kröfur um brunahönnun mannvirkja. Þar eru sett viðmið-kröfur um hvað skal verja, áhættumat, þar sem mannvirki eru m.a. flokkuð, þar má nefna hluti eins og mannfjöldi, verðmæti innviða og fl. Þar eru kröfur um að ef húsnæði er lagerhúsnæði yfir 2000m2 þá skal það varið með vatnsúsðakerfi. Þar kemur einnig fram að ef gerðar eru breytingar á húsnæði, þá skal sú breyting fara fyrir byggingafulltrúa og eldvarnareftirlit, sem þá getur gert athugsemdir ef þörf er á vatnsúðakerfi. Árið 2006 voru gerðir staðlar og gátlistar við leiðbeiningar frá 1993. Þessir staðlar og gátlistar voru svo uppfærðir árið 2010. Árið 2013 er svo þjónustugátt yfir vatnsúðakerfi á höfuðborgarsvæðinu innleidd, sem minnst var á hér að ofan eftir að 1 af 74 kerfum virkaði ekki, þarna árið 1993. Þjónustugáttin er gagnagrunnur sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á laggirnar, gagnagrunnurinn heldur utan um öll vatnúðakerfin á höfuðborgarsvæðinu. Hann var gerður virkur með samvinnu við þjónustuaðila kerfanna, sem eru löggiltir pípulagnameistarar sem hafa þekkingu og réttindi til að þjónusta vatnsúðakerfin. Þannig var náð utanum öll vatnúðakerfi höfuðborgarsvæðisins, sem mörg voru munaðarlaus, frábært starf unnið þarna. Þar kom í ljós að vel yfir 200 varðlokar-kerfi voru á höfuðborgasvæðinu. Og að 6 þjónustuaðilar höfðu umsjón með um 80% kerfanna, 20 þjónustuaðilar voru með um 20% kerfanna. Mistökin (eitt dæmi) Sjö ár eru liðin frá stórbrunanum í Miðhrauni 4 Garðabæ, apríl 2018. Þar sem þetta c.a. 3400m2 húsnæði varð ónýtt, hundruðum milljóna tjón. Í húsnæðinu voru m.a. geymslur sem leigðar voru til fólks. Ekkert vatnsúðakerfi var í húsnæðinu. Miðhraun 4 var endurbyggt og endurhannað árið 2021, með vatnsúðakerfi, sem alltaf hefði átt að vera m.v. þá starfsemi sem þar var. Mikil umræða fór af stað vegna þess, m.a. um vatnsúðakerfi, tilurð þeirra og tilgang, af hverju, hvaða reglur gilda, hver er reynslan. Vatnsúðakerfi í Miðhrauni 4 hefði skipt sköpun. Í Bandaríkjunum hefur reynslan sýnt að í 90% tilfella ráða vatnúðakerfi við bruna og slökkva þá í fæðingu. Í 70% tilfella þarf aðeins 4 vatnsúðara til þess að slökkva eldin. Ný brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði höfuðborgarsvæðið var undirrituð 31.10.2025, til næstu 5 ára, sem kemur m.a. inná úrbætur og eftirlit. Lærum af sögunni. Höfundur smíðar, tekur út og þjónustar vatnsúðakerfi, tæknifræðingur og löggiltur pípulagnameistari
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun