Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar