Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 07:27 Heimir Hallgrímsson og markvörðurinn Caoimhin Kelleher féllust í faðma eftir að Írland komst áfram í HM-umspilið. GEtty/Stephen McCarthy John Martin, yfirmaður knattspyrnumála írska knattspyrnusambandsins, færir í viðtali mörg rök fyrir því að vilja halda Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara en neitar þó að svara því hvort honum verði boðinn nýr samningur á næstunni. „Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
„Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira