Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 17:31 Leikmenn FCK fagna sigri á Kairat Almaty en markvörður Dominik Kotarski er ekki beint upplitsdjarfur. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Viktor Bjarki Daðason skoraði í fyrsta sigri FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni á þessu tímabili í gærkvöldu en þetta var ekki gott kvöld fyrir alla leikmenn danska liðsins. Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn)
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira