Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2025 22:25 Kristinn Jens Sigþórsson var prestur í Saurbæjarprestkalli Landsréttur sýknaði í dag Þjóðkirkjuna af kröfum Kristins Jens Sigurþórssonar, fyrrverandi prests í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt kirkjuna skaðabótaskylduna. Kristinn hafði gegnt embætti í prestakallinu frá 1996 en það var lagt niður árið 2019 og í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkirkjan að það boð hefði fallið niður. Þar af leiðandi tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Aðalkrafa hans var þó sú að viðurkennt yrði að niðurlagning prestakallsins hafi ekki verið lögum samkvæm. Hættuleg mygla eftir skemmdir Forsaga málsins er sú að árin 2013 og 2014 urðu miklar skemmdir á prestsbústaðnum á Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en á meðal starfskjara Kristins var að hann fékk að vera ábúandi þar ásamt fjölskyldu sinni. Skemmdirnar urðu þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árin á eftir var deilt um hvort skemmdirnar væru enn viðloðandi, þangað til að prestakallið var lagt niður. Of seinn að taka boðinu Kristinn höfðaði mál á hendur Þjóðkirkjunni. Héraðsdómur féllst ekki á að niðurlagning prestakallsins hefði verið ólögmæt. Hins vegar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði ekki gætt meðalhófs þegar honum var hafnað um annað embætti. Kristni stóð það embætti til boða eftir niðurlagninguna, en samþykkti það nokkuð löngu eftir að kirkjan gerði boðið. Landsréttur var hins vegar á öðru máli en héraðsdómur varðandi það. Það var í mars 2019 sem samþykkt var að leggja niður prestakallið. Kristni var gefinn frestur fram í apríl til að ákveða hvort hann tæki við hinu embættinu sem Þjóðkirkjan bauð honum. Það var síðan í september þetta sama ár sem hann sagðist vilja taka boðinu. Landsrétti þótti kirkjan ekki hafa verið í ósamræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um réttmætar væntingar eða reglu um meðalhóf þegar hún hafnaði Kristni um embættið og sýknaði því kirkjuna af öllum kröfum. Dómsmál Þjóðkirkjan Trúmál Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Kristinn hafði gegnt embætti í prestakallinu frá 1996 en það var lagt niður árið 2019 og í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkirkjan að það boð hefði fallið niður. Þar af leiðandi tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Aðalkrafa hans var þó sú að viðurkennt yrði að niðurlagning prestakallsins hafi ekki verið lögum samkvæm. Hættuleg mygla eftir skemmdir Forsaga málsins er sú að árin 2013 og 2014 urðu miklar skemmdir á prestsbústaðnum á Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en á meðal starfskjara Kristins var að hann fékk að vera ábúandi þar ásamt fjölskyldu sinni. Skemmdirnar urðu þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árin á eftir var deilt um hvort skemmdirnar væru enn viðloðandi, þangað til að prestakallið var lagt niður. Of seinn að taka boðinu Kristinn höfðaði mál á hendur Þjóðkirkjunni. Héraðsdómur féllst ekki á að niðurlagning prestakallsins hefði verið ólögmæt. Hins vegar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði ekki gætt meðalhófs þegar honum var hafnað um annað embætti. Kristni stóð það embætti til boða eftir niðurlagninguna, en samþykkti það nokkuð löngu eftir að kirkjan gerði boðið. Landsréttur var hins vegar á öðru máli en héraðsdómur varðandi það. Það var í mars 2019 sem samþykkt var að leggja niður prestakallið. Kristni var gefinn frestur fram í apríl til að ákveða hvort hann tæki við hinu embættinu sem Þjóðkirkjan bauð honum. Það var síðan í september þetta sama ár sem hann sagðist vilja taka boðinu. Landsrétti þótti kirkjan ekki hafa verið í ósamræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um réttmætar væntingar eða reglu um meðalhóf þegar hún hafnaði Kristni um embættið og sýknaði því kirkjuna af öllum kröfum.
Dómsmál Þjóðkirkjan Trúmál Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira