Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2025 07:06 Forsetinn fór mikinn á Truth Social í gær. Getty/John McDonnell Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira