Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar 28. nóvember 2025 12:02 Í vestrænum fjölmiðlum er því haldið fram að morðin á Gaza hafi byrjað með árás vígamanna Hamas á Ísrael 7. okt. 2023. Svo er ekki. Þarna hafa verið átök daglega, frá stofnun Ísraelsríkis 1948 – reyndar lengur – en dagamunur, sum árin verri en önnur. Myndin sýnir tölu fallinna og særðra hluta þessa tímabils, árin 2008 – 2020. Þar hallar verulega á Palestínumenn. Sérhvern dag eru þeir niðurlægðir, limlestir eða drepnir, eins og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdatjóri UNICEF, varð áþreifanlega vör við þegar hún var viku tíma á Vesturbakkanum nýlega og kom fram í viðtali á Rúv. Átökin 7. okt eru einsdæmi, því þann eina dag höfðu Palestínumenn yfirhöndina. Þá voru nokkur hundruð Ísraelsmanna teknir til fanga, sem er stórfrétt – en það er engin frétt að dag hvern sitja þúsundir Palestínumanna í Ísraelskum fangelsum, um þessar mundir nálægt 3500. Þennan dag voru um 1200 Ísraelsmenn drepnir, en marga þeirra drap Ísrelski herinn. Menn greinir á um hve stór hluti það var, gætu hafa verið býsna margir. Ísrael hefur viðurkennt að hafa drepið eigið fólk þann 7. október, en það hefur ekki farið hátt. Tugir faratækja, sem ekið var af palestínskum bardagmönnum til baka til Gaza, voru sprengd, en þar hafa efalaust verið margir ísraelskir gíslar strax látið lífið. Einnig höfðu verið gefnar út hannibaltilskipanir, en þá drepur Ísraelsher sitt eigið fólk til að koma í veg fyrir að það falli í hendur óvina. Forleikurinn 7. október síðastliðinn, þegar tvö ár voru frá árás Hamas á Ísrael, birti norska dagblaðið Klassekampen grein undir yfirskriftinni „Preludium til 7. oktober“ – um atburði í Palestínu (bæði á Gaza og Vesturbakkanum) í rúman mánuð fram að 7. okt. 2023, unnið upp úr efni sem birtist á Instagram-reikningnum Eye On Palestinehttps://eyeonpalestine.be/ . Hér lauslega þýtt á íslensku, úr norsku. Hér er aðeins lýst dæmum um það sem gerist daglega. Tvær fyrstu vikur september 2023 1. sept. Abdulraheem Ghannam, 26 ára, var skotinn til bana i Tubas. Vörur götusala við Damaskus-hliðið í Jerúsalem gerðar upptækar. Skotið táragassprengjum að mótmælendum við gaddavírsgirðingu austan við Gaza. Skotið á hóp Palestínumanna sem reyndu að bjarga fólki sem slasaðist í bílslysi í þorpinu Dayr Ibzi, vestan Ramallah. 2. og 3. sept. gerðust svipaðir atburðir. 4. sept. Um nóttina var ráðist inn á heimili í Kubar, norðan við Ramallah, og Hanan Barghouthi stungið í fangelsi. (Hún er sextug, fjögurra barna móðir, sonur hennar og tveir bræður áður fangelsaðir, annar bróðirinn látinn, en hún hefur látið málefni fanga sig verða). Bækur skólanemenda gerðar upptækar við al-Aqra-moskuna, því það var palestínskur fáni á kápu einnar bókarinnar. Ráðist inn í flóttamannabúðirnar í Jenin og maður skotinn þar og særður. Ráðist inn í þorpið Al-Kahdar vestan við Betlehem, tveir Palestínumenn handteknir og ökutæki gert upptækt. Traktor gerður upptækur í Masafer Yatta sunnan við Hebron. 5. sept. Kastað sprengju á verslanabyggingu í Nur Shams, Ayed Abo Harb (10 ára) drepinn og aðrir særðir. 6. sept. Um nóttina voru rifnar búðir og byggingar í Anata, austan við Jerúsalem. Landtökumenn brenndu ólívutré í Tal Ermalda í Hebron um kvöldið. 7. sept. Landtökufólk kveikti í akri við Madama, sunnan við Nablus. Herjeppi ók inn í bíl í Kafr Ruman. 8. sept. Landtökumenn réðust á og slösuðu bónda. 9. sept. Melad Re’ee (15 ára) drepinn í flóttamannabúðunum Al-Aroub, norðan við Hebron. 10. sept. kvaddi móðir Melad Re’ee soninn sinn, en vopnaðir hermenn trufluðu athöfnina. Rétt áður en hann var drepinn var gerð upptaka þegar hann rappaði eigin texta: „Þrátt fyrir sársaukann,þrátt fyrir allt sem gerister ég stærri en vandamálin.Ég mun standa mig.Það verður erfitt,en það er von og mikill kærleikur.Ég bý í flóttamannabúðum,ég er þolinmóður og held út.Þess vegna er sweet þegar ég legg ekki á flótta,það er sweet þegar ég syng,betra en að keppa.Ég er ekki keppnismaður.Það er ég ekki - og ég held út.Ég er ekki sá sem keppi, það er ég ekkiog ég spyr pabba, það var mér sagt þegar ég var barn.Í sjónum er ég stærsti hvalurinn,í loftinu er ég örn.“(ÞÖ snaraði úr norsku) 11. sept. Um nóttina var ráðist á flóttamannabúðirnar Aqbar Jaber í Jerikó og fjórtán Palestínuenn teknir. 13. sept. Barn var tekið, þegar ráðist var á heimili þess í flóttamannabúðum í Qabatiya sunnan við Jenin, um nóttina. Jarðýta jafnaði við jörðu fyrirtæki í Jbal al-Mukabbir. Þrír lögreglumenn börðu Zeyad Abu Nab þegar þeir handtóku hann við Damaskushliðið í hinni herteknu Austur-Jerúsalem og spörkuðu í hann liggjandi. Hermenn særðu a.m.k. þrjá Palestínumenn við gaddavírsgirðinguna austan við Gazaborg. Þrír voru drepnir úti við Shifa-sjúkrahúsið í Gazaborg. 14. sept. Þrettán Palestínumenn voru numdir brott í árásum á Vesturbakkanum. 15. sept. Drengur var numinn brott af heimili sínu í Abu Dis, austan við Jerúsalem. Skotið var táragasi á Palestínumenn við gaddavírsgirðinguna austan við Gazaborg. Saeed Abu Zaid var þvingaður til að rífa húsið sitt í Jbal Al-Mukabbir. Ashraf Amra slasaðist á hendi er táragassprengju var skotið á hann austan við Kan Younis á Gaza. Ungur maður handtekinn í Dayr Ibri, vestan við Rammalah. Landtökumenn lögðu undir sig heimili nálægt Al-Ibrahimi-moskunni í Hebron. Svarað fyrir sig Hér hefur verið sagt frá daglegum árásum Ísraelsmanna á Palestínumenn. Þeir svara vitaskuld fyrir sig og láta ekki undan án mótþróa. Leikurinn er ójafn, enda á Palestína engan her og Palestínumenn mega ekki bera vopn, en það má ísraelskt landtökufólk, auk þess að Ísrael ræður afar öflugum her sem Vesturlönd fjármagna, einkum Bandaríkin. Aðfararnótt 2. sept. köstuðu palestínsk ungmenni molotorkoktail á brynvarin ökutæki í bænum Burqa norðvestan við Nablus; köstuðu steinum í slík farartæki sem gerðu rassíu í Ramallah aðfararnótt 5. sept.; og köstuðu flugeldum í annarri hernaðaraðgerð í Jabal Al-Mukabbir næstu nótt. Þann 8. sept. mótmæltu Palestínumenn aukinni landtöku í Beit Dajan austan við Nablus. Palestínumenn köstuðu steinum á þungvopnað herlið í bænum Kafr Qaddom. Þeir skutu á hernámslið sem herjaði á Jeriko aðfararnótt 10. sept.; og í Janin aðfararnótt 11. sept.; og 13. sept. köstuðu palestínsk ungmenni steinum og molotovkokteil á lið sem herjaði í bænum Beita, sunan við Nablus. Meira af daglegum aðgerðum Ísraela 17. sept réðust þeir á trúarsamkomu við al-Aqsa-moskuna eftir að hafa rekið alla Palestínumenn út af svæðinu til að rýma fyrir 250 landtökumönnum. Margir slöðuðust. Þeir skutu táragasi á blaðamenn við gaddavírsgirðinguna austan við Jabalia á Gaza. 18. sept. var palestínskur unglingur skotinn við hlið við Jerúsalem; og rifin íbúð í Jiftlik, norðan við Jeriko. Aðfararnótt 19 sept. var fjöldi Palestínumanna handtekinn á Vesturbakkanum; og þrjár íbúðir voru rifnar í Orif, sunnan við Nablus. Landtökufólk réðst inn í al-Aqsa-moskuna. Hernámslið særði fjóra Palestínumenn nærri gaddavírsgirðingunni austan við Gazaborg. og Yousef Radwan (15 ára) var skotinn til bana þar ekki langt frá. Ráðist var inn í flóttamannabúðirnar í Jenin og orustuvél skaut eldflaugum á búðirnar og drap Mahmoud Assadi, Rafat Khamayta, Mahmoud Ararawi og Atta Musa. 20 sept. var Durgham Al-Akhras drepinn í Jeriko. 21. sept. var fjöldi Palestínumanna handteknir í hernaðaraðgerð á Vesturbakkanum, ungur maður skotinn í Jerúsalem og ráðist á brúðkaup í Deir Estia. 22. sept. gerði herinn árás í Nablus. Í bænum Kafr Dan, vestan við Jenin, var drepið barnið Abdullah Abu Hasan og skotið táragasi á Palestínumenn í árás í Beita, sunnan við Nablus. Herinn særði meira en 30 Palestínumenn austan við Gazaborg. Hermenn skutu á Palestínumenn í Tuqu, suðaustan við Betlehem. Þeir handtóku 5 Palestínumenn við hliðið við Beit Furik, sunnan við Nablus. Landtökumenn særðu stúlku, er þeir köstuðum steinum á fjölskyldu í Masafer Yatta, sunnan við Hebron. 24. sept réðst herinn með jarðýtum á flóttamannabúðirnar Nur Shams, eyðilögðu götur og mannvirki og skutu til bana hinn 21 árs gamla Osald Jabawi, og drápu Abdulrahman Abu Daghash í Nur Shams. Þeir eyðilögðu heimili fólks í Nur Shams. Þeir réðust á stúntaráðið við Birzelt-háskólann og eyðilögðu allt mögulegt og handtóku marga stúdenta. Þeir handtóku stúlku í Al-Berih. Þeir réðust á Palestínumenn í bænum Huwara sunnan Nablus. Þeir handtóku ungan mann, eftir að hafa ráðist á heimili hans í Beit Hanina í Austur-Jeúsalem. Meira en fjögur hundruð landtökumanna ruddust inn í al-Aqsa-moskuna og ruddust inn í islamska grafreitinn í Bab al-Rahma. 26. sept var rifin íbúð í bænum An-Nu-way’imah norðan við Jeriko. 27. sept var haldið lokuðu hliði í Hebron, sem daglega er notað af nemendum, kennurum og íbúum og hvell- og táragassprengjum kastað á nemendur á leið heim úr skóla. 28. sept voru eyðilagðar vatnsleiðslur í Mazafer Yatta sunnan við Hebron. 250 ólívutré voru höggin og eyðilögð í Kafr Addik, vestan við Saltit. 29. sept skutu þeir tvo Palestínumenn í Al-Berih og drápu Mohmad Rumaneh. Þetta er bara hluti af því sem gerðist í september. Svo kom október og allt var við það sama. 1. okt. var ráðist á fólk við innganginn að al-Aqsa-moskunni og ráðist á blaðamenn í gamla hluta hernumdu Austur-Jerúsalem. 2. okt. ruddust 550 landtökumenn inn í al-Aqsa-moskuna. Á sama stað var ráðist á Hanadi Halawani og Ayda Sedawi og þau handtekin. Hermenn réðust inn í miðbæ Hebron og skutu táragassprengjum á Palestínuenn. Landtökufólk eyðilagði ólívuuppskeru og brenndu Palestínskan bóndabæ, eftir að hafa sett upp óleyfilega varðstöð í nágrenninu. Þrír hermenn börðu stúlku í Hebron. 4. október réðust meira en þúsund landtökumenn inn í al-Aqsa-moskuna. Nokkrir hermenn börðu dreng í Azzourn og spörkuðu í hann liggjandi. 5. október var Abdulrahaman Atta og Hudaifa Faris skotin til bana í bænum Shufa suðaustan Tulkarern. Ráðist var á bankaskrifstofu í Al-Berih. Hermenn skutu til bana palestínskan dreng í Huwara, sunnan Nablus, meðan landtökufólk réðst á íbúðir þar og drápu 19 ára gamla Lubald Dmaldi. Þeir börðu verslunarstjóra og ljósmyndara í Deir Estyta. Þeir réðust á Mohammed Abu Hommus í Sheikh Jarrah og fleygðu inn í lögreglubíl. Svo kom 7. október..... Wikipedia birtir mikið efni um átökin og hörmungarnar á Gaza, tímafrek lesning https://en.wikipedia.org/wiki/Media_coverage_of_the_Gaza_war Fréttamenn, sem reyna að gera því skil sem gerst hefur á Gaza, hætta lífi sínu og mikill fjöldi þeirra hefur verið drepinn. Þrátt fyrir gríðaröfluga áróðursvél Ísraelsríkis getur fólk um heim allan fylgst með því sem gerist í Palestínu, þökk sé internetinu og samfélagsmiðlum sem ekki tekst að þagga niður í. Vopnahlé tók gildi á Gaza 11. okt. sl. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið tvö börn á dag, að meðaltali, auk fullorðinna. Þannig munu þeir halda áfram, uns þeir hafa sölsað undir sig alla Palestínu, nema þeim verði settur stóllinn fyrir dyrnar. 29. nóvember er alþjóðlegur samstöðudagur með Palestínu. Þá verður samkoma í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 15. Þar verður forseti Alþingis meðal ræðumanna og Ragnheiður Gröndal flutur tónlist. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Þorvaldur Örn Árnason, áhugamaður um frið og réttlæti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í vestrænum fjölmiðlum er því haldið fram að morðin á Gaza hafi byrjað með árás vígamanna Hamas á Ísrael 7. okt. 2023. Svo er ekki. Þarna hafa verið átök daglega, frá stofnun Ísraelsríkis 1948 – reyndar lengur – en dagamunur, sum árin verri en önnur. Myndin sýnir tölu fallinna og særðra hluta þessa tímabils, árin 2008 – 2020. Þar hallar verulega á Palestínumenn. Sérhvern dag eru þeir niðurlægðir, limlestir eða drepnir, eins og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdatjóri UNICEF, varð áþreifanlega vör við þegar hún var viku tíma á Vesturbakkanum nýlega og kom fram í viðtali á Rúv. Átökin 7. okt eru einsdæmi, því þann eina dag höfðu Palestínumenn yfirhöndina. Þá voru nokkur hundruð Ísraelsmanna teknir til fanga, sem er stórfrétt – en það er engin frétt að dag hvern sitja þúsundir Palestínumanna í Ísraelskum fangelsum, um þessar mundir nálægt 3500. Þennan dag voru um 1200 Ísraelsmenn drepnir, en marga þeirra drap Ísrelski herinn. Menn greinir á um hve stór hluti það var, gætu hafa verið býsna margir. Ísrael hefur viðurkennt að hafa drepið eigið fólk þann 7. október, en það hefur ekki farið hátt. Tugir faratækja, sem ekið var af palestínskum bardagmönnum til baka til Gaza, voru sprengd, en þar hafa efalaust verið margir ísraelskir gíslar strax látið lífið. Einnig höfðu verið gefnar út hannibaltilskipanir, en þá drepur Ísraelsher sitt eigið fólk til að koma í veg fyrir að það falli í hendur óvina. Forleikurinn 7. október síðastliðinn, þegar tvö ár voru frá árás Hamas á Ísrael, birti norska dagblaðið Klassekampen grein undir yfirskriftinni „Preludium til 7. oktober“ – um atburði í Palestínu (bæði á Gaza og Vesturbakkanum) í rúman mánuð fram að 7. okt. 2023, unnið upp úr efni sem birtist á Instagram-reikningnum Eye On Palestinehttps://eyeonpalestine.be/ . Hér lauslega þýtt á íslensku, úr norsku. Hér er aðeins lýst dæmum um það sem gerist daglega. Tvær fyrstu vikur september 2023 1. sept. Abdulraheem Ghannam, 26 ára, var skotinn til bana i Tubas. Vörur götusala við Damaskus-hliðið í Jerúsalem gerðar upptækar. Skotið táragassprengjum að mótmælendum við gaddavírsgirðingu austan við Gaza. Skotið á hóp Palestínumanna sem reyndu að bjarga fólki sem slasaðist í bílslysi í þorpinu Dayr Ibzi, vestan Ramallah. 2. og 3. sept. gerðust svipaðir atburðir. 4. sept. Um nóttina var ráðist inn á heimili í Kubar, norðan við Ramallah, og Hanan Barghouthi stungið í fangelsi. (Hún er sextug, fjögurra barna móðir, sonur hennar og tveir bræður áður fangelsaðir, annar bróðirinn látinn, en hún hefur látið málefni fanga sig verða). Bækur skólanemenda gerðar upptækar við al-Aqra-moskuna, því það var palestínskur fáni á kápu einnar bókarinnar. Ráðist inn í flóttamannabúðirnar í Jenin og maður skotinn þar og særður. Ráðist inn í þorpið Al-Kahdar vestan við Betlehem, tveir Palestínumenn handteknir og ökutæki gert upptækt. Traktor gerður upptækur í Masafer Yatta sunnan við Hebron. 5. sept. Kastað sprengju á verslanabyggingu í Nur Shams, Ayed Abo Harb (10 ára) drepinn og aðrir særðir. 6. sept. Um nóttina voru rifnar búðir og byggingar í Anata, austan við Jerúsalem. Landtökumenn brenndu ólívutré í Tal Ermalda í Hebron um kvöldið. 7. sept. Landtökufólk kveikti í akri við Madama, sunnan við Nablus. Herjeppi ók inn í bíl í Kafr Ruman. 8. sept. Landtökumenn réðust á og slösuðu bónda. 9. sept. Melad Re’ee (15 ára) drepinn í flóttamannabúðunum Al-Aroub, norðan við Hebron. 10. sept. kvaddi móðir Melad Re’ee soninn sinn, en vopnaðir hermenn trufluðu athöfnina. Rétt áður en hann var drepinn var gerð upptaka þegar hann rappaði eigin texta: „Þrátt fyrir sársaukann,þrátt fyrir allt sem gerister ég stærri en vandamálin.Ég mun standa mig.Það verður erfitt,en það er von og mikill kærleikur.Ég bý í flóttamannabúðum,ég er þolinmóður og held út.Þess vegna er sweet þegar ég legg ekki á flótta,það er sweet þegar ég syng,betra en að keppa.Ég er ekki keppnismaður.Það er ég ekki - og ég held út.Ég er ekki sá sem keppi, það er ég ekkiog ég spyr pabba, það var mér sagt þegar ég var barn.Í sjónum er ég stærsti hvalurinn,í loftinu er ég örn.“(ÞÖ snaraði úr norsku) 11. sept. Um nóttina var ráðist á flóttamannabúðirnar Aqbar Jaber í Jerikó og fjórtán Palestínuenn teknir. 13. sept. Barn var tekið, þegar ráðist var á heimili þess í flóttamannabúðum í Qabatiya sunnan við Jenin, um nóttina. Jarðýta jafnaði við jörðu fyrirtæki í Jbal al-Mukabbir. Þrír lögreglumenn börðu Zeyad Abu Nab þegar þeir handtóku hann við Damaskushliðið í hinni herteknu Austur-Jerúsalem og spörkuðu í hann liggjandi. Hermenn særðu a.m.k. þrjá Palestínumenn við gaddavírsgirðinguna austan við Gazaborg. Þrír voru drepnir úti við Shifa-sjúkrahúsið í Gazaborg. 14. sept. Þrettán Palestínumenn voru numdir brott í árásum á Vesturbakkanum. 15. sept. Drengur var numinn brott af heimili sínu í Abu Dis, austan við Jerúsalem. Skotið var táragasi á Palestínumenn við gaddavírsgirðinguna austan við Gazaborg. Saeed Abu Zaid var þvingaður til að rífa húsið sitt í Jbal Al-Mukabbir. Ashraf Amra slasaðist á hendi er táragassprengju var skotið á hann austan við Kan Younis á Gaza. Ungur maður handtekinn í Dayr Ibri, vestan við Rammalah. Landtökumenn lögðu undir sig heimili nálægt Al-Ibrahimi-moskunni í Hebron. Svarað fyrir sig Hér hefur verið sagt frá daglegum árásum Ísraelsmanna á Palestínumenn. Þeir svara vitaskuld fyrir sig og láta ekki undan án mótþróa. Leikurinn er ójafn, enda á Palestína engan her og Palestínumenn mega ekki bera vopn, en það má ísraelskt landtökufólk, auk þess að Ísrael ræður afar öflugum her sem Vesturlönd fjármagna, einkum Bandaríkin. Aðfararnótt 2. sept. köstuðu palestínsk ungmenni molotorkoktail á brynvarin ökutæki í bænum Burqa norðvestan við Nablus; köstuðu steinum í slík farartæki sem gerðu rassíu í Ramallah aðfararnótt 5. sept.; og köstuðu flugeldum í annarri hernaðaraðgerð í Jabal Al-Mukabbir næstu nótt. Þann 8. sept. mótmæltu Palestínumenn aukinni landtöku í Beit Dajan austan við Nablus. Palestínumenn köstuðu steinum á þungvopnað herlið í bænum Kafr Qaddom. Þeir skutu á hernámslið sem herjaði á Jeriko aðfararnótt 10. sept.; og í Janin aðfararnótt 11. sept.; og 13. sept. köstuðu palestínsk ungmenni steinum og molotovkokteil á lið sem herjaði í bænum Beita, sunan við Nablus. Meira af daglegum aðgerðum Ísraela 17. sept réðust þeir á trúarsamkomu við al-Aqsa-moskuna eftir að hafa rekið alla Palestínumenn út af svæðinu til að rýma fyrir 250 landtökumönnum. Margir slöðuðust. Þeir skutu táragasi á blaðamenn við gaddavírsgirðinguna austan við Jabalia á Gaza. 18. sept. var palestínskur unglingur skotinn við hlið við Jerúsalem; og rifin íbúð í Jiftlik, norðan við Jeriko. Aðfararnótt 19 sept. var fjöldi Palestínumanna handtekinn á Vesturbakkanum; og þrjár íbúðir voru rifnar í Orif, sunnan við Nablus. Landtökufólk réðst inn í al-Aqsa-moskuna. Hernámslið særði fjóra Palestínumenn nærri gaddavírsgirðingunni austan við Gazaborg. og Yousef Radwan (15 ára) var skotinn til bana þar ekki langt frá. Ráðist var inn í flóttamannabúðirnar í Jenin og orustuvél skaut eldflaugum á búðirnar og drap Mahmoud Assadi, Rafat Khamayta, Mahmoud Ararawi og Atta Musa. 20 sept. var Durgham Al-Akhras drepinn í Jeriko. 21. sept. var fjöldi Palestínumanna handteknir í hernaðaraðgerð á Vesturbakkanum, ungur maður skotinn í Jerúsalem og ráðist á brúðkaup í Deir Estia. 22. sept. gerði herinn árás í Nablus. Í bænum Kafr Dan, vestan við Jenin, var drepið barnið Abdullah Abu Hasan og skotið táragasi á Palestínumenn í árás í Beita, sunnan við Nablus. Herinn særði meira en 30 Palestínumenn austan við Gazaborg. Hermenn skutu á Palestínumenn í Tuqu, suðaustan við Betlehem. Þeir handtóku 5 Palestínumenn við hliðið við Beit Furik, sunnan við Nablus. Landtökumenn særðu stúlku, er þeir köstuðum steinum á fjölskyldu í Masafer Yatta, sunnan við Hebron. 24. sept réðst herinn með jarðýtum á flóttamannabúðirnar Nur Shams, eyðilögðu götur og mannvirki og skutu til bana hinn 21 árs gamla Osald Jabawi, og drápu Abdulrahman Abu Daghash í Nur Shams. Þeir eyðilögðu heimili fólks í Nur Shams. Þeir réðust á stúntaráðið við Birzelt-háskólann og eyðilögðu allt mögulegt og handtóku marga stúdenta. Þeir handtóku stúlku í Al-Berih. Þeir réðust á Palestínumenn í bænum Huwara sunnan Nablus. Þeir handtóku ungan mann, eftir að hafa ráðist á heimili hans í Beit Hanina í Austur-Jeúsalem. Meira en fjögur hundruð landtökumanna ruddust inn í al-Aqsa-moskuna og ruddust inn í islamska grafreitinn í Bab al-Rahma. 26. sept var rifin íbúð í bænum An-Nu-way’imah norðan við Jeriko. 27. sept var haldið lokuðu hliði í Hebron, sem daglega er notað af nemendum, kennurum og íbúum og hvell- og táragassprengjum kastað á nemendur á leið heim úr skóla. 28. sept voru eyðilagðar vatnsleiðslur í Mazafer Yatta sunnan við Hebron. 250 ólívutré voru höggin og eyðilögð í Kafr Addik, vestan við Saltit. 29. sept skutu þeir tvo Palestínumenn í Al-Berih og drápu Mohmad Rumaneh. Þetta er bara hluti af því sem gerðist í september. Svo kom október og allt var við það sama. 1. okt. var ráðist á fólk við innganginn að al-Aqsa-moskunni og ráðist á blaðamenn í gamla hluta hernumdu Austur-Jerúsalem. 2. okt. ruddust 550 landtökumenn inn í al-Aqsa-moskuna. Á sama stað var ráðist á Hanadi Halawani og Ayda Sedawi og þau handtekin. Hermenn réðust inn í miðbæ Hebron og skutu táragassprengjum á Palestínuenn. Landtökufólk eyðilagði ólívuuppskeru og brenndu Palestínskan bóndabæ, eftir að hafa sett upp óleyfilega varðstöð í nágrenninu. Þrír hermenn börðu stúlku í Hebron. 4. október réðust meira en þúsund landtökumenn inn í al-Aqsa-moskuna. Nokkrir hermenn börðu dreng í Azzourn og spörkuðu í hann liggjandi. 5. október var Abdulrahaman Atta og Hudaifa Faris skotin til bana í bænum Shufa suðaustan Tulkarern. Ráðist var á bankaskrifstofu í Al-Berih. Hermenn skutu til bana palestínskan dreng í Huwara, sunnan Nablus, meðan landtökufólk réðst á íbúðir þar og drápu 19 ára gamla Lubald Dmaldi. Þeir börðu verslunarstjóra og ljósmyndara í Deir Estyta. Þeir réðust á Mohammed Abu Hommus í Sheikh Jarrah og fleygðu inn í lögreglubíl. Svo kom 7. október..... Wikipedia birtir mikið efni um átökin og hörmungarnar á Gaza, tímafrek lesning https://en.wikipedia.org/wiki/Media_coverage_of_the_Gaza_war Fréttamenn, sem reyna að gera því skil sem gerst hefur á Gaza, hætta lífi sínu og mikill fjöldi þeirra hefur verið drepinn. Þrátt fyrir gríðaröfluga áróðursvél Ísraelsríkis getur fólk um heim allan fylgst með því sem gerist í Palestínu, þökk sé internetinu og samfélagsmiðlum sem ekki tekst að þagga niður í. Vopnahlé tók gildi á Gaza 11. okt. sl. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið tvö börn á dag, að meðaltali, auk fullorðinna. Þannig munu þeir halda áfram, uns þeir hafa sölsað undir sig alla Palestínu, nema þeim verði settur stóllinn fyrir dyrnar. 29. nóvember er alþjóðlegur samstöðudagur með Palestínu. Þá verður samkoma í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 15. Þar verður forseti Alþingis meðal ræðumanna og Ragnheiður Gröndal flutur tónlist. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Þorvaldur Örn Árnason, áhugamaður um frið og réttlæti
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun