Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2025 13:00 Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar