Endurkomusigur United á Selhurst Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason Mount og Joshua Zirkzee skoruðu mörk Manchester United á Selhurst Park.
Mason Mount og Joshua Zirkzee skoruðu mörk Manchester United á Selhurst Park. getty/Zohaib Alam

Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Manchester United 1-2 sigur á Crystal Palace á Selhurst Park í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir voru undir í hálfleik en sneru dæminu sér í vil.

Palace var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk hættulegri færi. Jean-Philippe Mateta slapp í gegn á 15. mínútu eftir mistök í vörn United en skaut framhjá.

Eftir rúman hálftíma braut Leny Yoro á Mateta innan vítateigs og Rob Jones benti á punktinn. Mateta tók vítið sjálfur og skoraði en endurtaka þurfti spyrnuna þar sem hann snerti boltann tvisvar. Mateta skoraði einnig úr seinna vítinu og kom Palace yfir.

Á 54. mínútu jafnaði Joshua Zirkzee metin með skoti úr þröngu færi eftir aukaspyrnu frá Bruno Fernandes. Þetta var fyrsta deildarmark Hollendingsins í 364 daga.

Á 63. mínútu fékk United aftur aukaspyrnu á góðum stað. Fernandes renndi boltanum til hliðar á Mason Mount sem skoraði framhjá Dean Henderson í marki Palace. Þetta reyndist sigurmark leiksins og United varð því fyrsta liðið síðan í febrúar til að vinna deildarleik á Selhurst Park.

Með sigrinum komst United upp í 6. sæti deildarinnar. Palace er í 7. sætinu en einu stigi munar á liðunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira